Andvari - 01.01.1920, Side 101
Ailclvari l.
íslandsvinafclagið þýzka
61
ið að þakka. En alheimsmenning þjóðverja og lífs-
skoðun krefst þess, að öll einstök atriði séu kunn út
í yztu æsar, allar menningarlindir veraldarinnar séu
þurausnar, ef unt er, og ef einhverjum Þjóðverja
tekst að slá með staf sínum á klett, svo að út renni
þar lifandi vatn, eykur hann um leið þekkingu Þjóð-
verja og hefir gert sitt til að þýzk menning verði al-
heimsmenning — »Menschheitsbildung«, eins og Þjóð-
verjinn Friedr. Paulsen nefnir hana. Margir hinna
svo nefndu íslandsvina (en nafnið íslandsvinur var
fundið upp af íslendingum sjálíum) keppa eftir í
ritum sínum um ísland að eiga sinn þátt í að auka
þekkingu Þjóðverja, gera hana að almeimsmenningu.
Geta ber og enn hinna svonefndu íslandstöfra, er
Þjóðverjar tala um (Islandzauber); hafa þeir margir
heillast af náttúrufegurð lands vors og sérkennum
þjóðarinnar. 1913 dó ungur rithöfundur Ericli von
Mendelssohn, er ferðast hafði um ísland. Diederichs
bókaútgefandi í Jena ritaði um hann látinn í tíma-
rit íslandsvinafélagsins m. a.: »MendeIssohn elskaði
hina djúpu þögn náttúrunnar á íslandi, hraunin,
jöklana og hið frumlega í menningu þjóðarinnar.
Einveran á íslandi var nauðsynleg fyrir hann, við-
kvæman listamanninn, til þess að þekkja sjálfan sig
og insta eðli silt« (»Mitteilungen der Islandfreunde«,
I, 2, bls. 22).
Þessar eru aðalorsakirnar til þess að íslandsvina-
félag var stofnað á Þýzkalandi. Var þetta árið 1913
og segja fyrstu hefti tímarits þeirra nánar frá stofn-
un félagsins:
Fyrir mörgum árúm síðan hafði hinn góðkunni
íslandsvinur Williard Fiske reynt að koma slíkum
félagsskap á og hafði hann í bækling sínum »Mími«