Andvari - 01.01.1920, Page 102
62
íslandsvinafélagið þýzka
[Andvarr-
birt nöfn og heimkynni helztu þálifandi rithöfunda^.
er höfðu ritað um ísland að einhverju leyti. Fiske
dó árið 1904 og með honum »Mímir«. En áhugi
manna á Þýzkalandi og þekking á íslandi óx með
ári hverju og á einum og sama degi — er það all-
einkennileg tilviljun — mintust þeir próf. dr. Þor-
valdur Thoroddsen í Kaupmannahöfn og heilbrigðis-
ráð O. Cahnheim á það í bréfum til íslandsvinarins
Heinrich Erkes kaupmanns í Köln, hvort eicki mundi
unt að koma á félagsskap meðal allra íslandsvina..
Var nú leitað fyrir sér og kom þá berlega í Ijós, að
fjölmargir báru þá ósk í brjósti að koma á félags-
skap, ekki að eins milli þeirra, er voru fræðimenn
og rithöfundar og höfðu fengist við rannsóknir um
ísland, heldur lika milli þeirra, er unnu íslandi, ís-
lenzkri náttúrufegurð og bókmentum, er hrifnir voru
af »undraeynni yzt í norðurhöfum« (»die sich fúr das
wunderreiche Eiland dort oben im nordatlantischen
Ozean begeistern«).
Um líkt leyti var haldin 50 ára hátíð jarðfræði-
félagsins (»Verein fúr Erdkunde«) í Dresden og hitt-
ust þeir þar 1913 dr. O. Cahnheim í Dresden, próf.
dr. Paul Herrmann í Torgau, dr. Spethmann í Char-
lottenburg og Heinr. Erkes kaupmaður í Köln og er
þeir höfðu talast allítarlega við að kvöldi hins 15.
marz var samþykt eftir uppástungu dr. Cahnheims
að stofna félagið. Tókust þeir nú á hendur að leita
stuðnings fyrir félagið meðal vina og kunningja.
Prófessor Þorvaldur Thoroddsen í Kaupmannahöfn.
próf. Gering í Kiel, próf. Mogk í Leipzig og I. C.
Poestion hirðráð í Vínarborg tóku að sér heiðursfor-
sæti félagsins; próf. Herrmann lofaði að gerast ritstjóri
tímarits þess, er gefa skyldi út, dr. Cahnheim og.