Andvari - 01.01.1920, Page 104
64
íslandsvinafélagið þýzka
I Andvari,
Nú eru liðin 6 ár frá því að félag þelta var stofn-
að. Allan þenna tíma hefir tímarit þeirra komið út
þrátt fyrir alla ófriðarerfiðleikana og má það að
miklu leyti þakka hinum ötula ritstjóra þess próf.
Heydenreicli. Félagatalan var samkv. 2. hefti 1. ár-
gangs 79, en 1. júlí 1919 voru félagar orðnir 148.
Bókasafn félagsins telur nú 3—400 númer.
Er nú vert að líta á fyrstu árgangana sex og kynn-
ast ritgerðum þeim, er til gagns og fróðleiks íslend-
ingum mega verða. Þar eru ýmsar fréttir frá íslandi,
ritgerðir um íslenzk mál, bókmentir, þjóðarbúskap,
stjórnmál o. s. frv. og eru greinar þessar nær ein-
göngu ritaðar af sérfróðum mönnum. Þá eru og ýms-
ar greinar um íslenzkar bókmentir og er þar ýmis-
konar fróðleikur um islenzkan skáldskap, er lítt er
kunnur eða ekki á íslandi. Skal því vikið nokkuð að
þessum ritgerðum.
Síra Jón Sveinsson, er ritað hefir sögurnar »Nonni
und Manni«, »Nonni«, »Sonnentage« o. fl. á þýzku,
birtir í 2 heftum (2. árg., 1. og 2. h.) ýmsar lausa-
vísur, er hann hefir safnað saman eftir minni frá
æskuárum sínum. Segir hann frá konu einni á bónda-
bæ; var hún vön að lemja strák sinn, er var all-
baldinn og óstýrilátur, með priki, er hún geymdi
uppi á bita í baðstofunni. Eitt sinn sem oftar var
strákur allóþekkur og tók hún þá prikið og sagði
um leið:
Blessaður á bitanum
bætir oft mitt sinni,
heldur líka hitanum
holdinu í og skinni;
en drengur var snar og svaraði þegar: