Andvari - 01.01.1920, Page 112
72
Enska þingið
[AndvarU
þingstjórn Breta, þá hefir eitthvað orðið eftir, þær
hafa aldrei náð því öllu og það gert gæfumuninn.
Orsakirnar til þess hve þingstjórn hefir gefist vel
á Englandi, má finna í sérstökum staðháttum, sögu-
legri framþróun gegn um margar aldir, og síðast en
ekki síst í hinum einkennilegu lundareinkennum
bresku þjóðarinnar. Það er alveg óvíst, hvort þing-
stjórn eftir enskri fyrirmynd, geli nokkurntíma heppn-
ast vel í öðrum ríkjum.
Á Englandi hefir þingstjórnin blessast dásamlega.
Undir henni hefir ríkið frá því að vera eitthvert fá-
tækasla kotríki álfunnar orðið að hinu stærsta og
auðugasta ríki, sem nokkurntíma hefir verið til á
þessari jörð. Og hvílíkan afskaplegan lífskraft Bretar
hafa haft síðustu aldirnar, má best sjá á því, að
þeir hafa auk hins breska heimsveldið skapað Banda-
ríki Norðurameriku, sem nú eru orðinn annað vold-
ugasta ríkið í heiminum.
Pað er því síst að furða þótt Parlamentið sé helgi-
dómur bresku þjóðarinnar, og að hún reyni jafnan
að innleiða líkt stjórnarfyrirkomulag í nýlendum sín-
um fyrir handan höfin. Þótt England sé konungs-
riki og krúnan sé engan veginn valdlaus, þá munu
þó flestir Bretar skoða þingið sem hinn fullvalda
ríkisins.
Hin frægu orð Tocquevilles1) um stjórnarskrá Bret-
lands »elle n’existe point« eru í rauninni alveg sönn.
Bretar eiga enga skrifaða stjórnarskrá. Að eins einu
sinni hafa þeir eignast virkilega stjórnarskrá eftir
nútímans skilningi. Það var árið 1653 og hún gilti í
— eitt ár.
*) Alexis Tocqueville (180G—1859) franskur greiíi. Einhver hinn bezti og
vitrasti sagnfræöingur er uppi liefir veriö.