Andvari - 01.01.1920, Page 113
Andvari].
Enska þingið
73
í skólabókunum okkar er oftast kent, að enska
þingið byrji með Magna Charta árið 1215. En þetta
er algerlega rangt. Pað er miklu eldra. í rauninni er
það jafngamalt og veldi germanskra þjóða á Eng-
landi. Þegar germanskar þjóðir komu fyrst fram í
dagsljós sögunnar, höfðu þær því nær allar þing eða
þjóðsamkomu, sem kom saman einu sinni á ári og
samdi lög og tók ákvarðanir í öllum mikilvægustu
málum.
Milli hins breska þings á Miðöldunum og hins
forna Alþingis íslendinga, er náinn skyldleikur. —
Munurinn var aðallega sá, að á Englandi var til
konungur, sem varð með tímanum handhafi fram-
kvæmdarvaldsins. Ef vér hefðum haft arfgengt inn-
lent konungsvald, er full ástæða til þess að ælla, að
þingstjórnin hjá oss hefði þróast á líkan hátt og á
Englandi.
Parlamentið er því beint áframhald af hinni fornu
germönsku þjóðsamkomu. í höndum hennar og síð-
ar í höndum þess hefir jafnan verið valdið til þess,
að leggja skatt á þjóðina og til þess að semja lög.
Ýmsir konungar hafa reynt til þess að hrifsa þetta
vald til sín, en það hefir aldrei hepnast til lengdar.
England varð auðvitað brátt of stórt og fjölment
til þess að allir frjálsir menn í því gætu komið sam-
an á eitt þing. Jafnvel eftir að innanlandsófriðurinn
fór að minka við landvinning Normanna 1066, var
ómögulegt að safna öllum höfðingum landsins á
þingið, og því tók Vilhjálmur bastarður það ráð, að
halda þing árlega á þremur stöðum i ríkinu til þess
menn ættu auðveldara með að koma þangað.
Um þessar mundir voru það einkum embættis-
menn sem sóttu þingin. Héraðastjórar, biskupaiv