Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 114
'74
Enska þingið
(Andvari.
herforingjar og þess háttar menn, sem oftast voru
auðugir og af góðum æltum. Hinir gömlu aðalsmenn
voru einatt fjandsamlegir konunginum, og eftir dauða
Vilhjálms hófust Iangar deilur milli höfðingja og
konungs. Magna Charta er í rauninni að eins trygg-
ingarskjal fyrir pólitískt, persónulegt og fjárhagslegt
írelsi höfðingjanna, þó alþýðan hlyti líka nokkuð
gott af því.
Höfðingjarnir voru alt af hættulegir keppinautar
konungsins, og því neyddist hann til þess að sækja
traust sitt til alþýðunnar. Þannig myndast þegar á
svörtustu miðöldum sú stjórnarvenja, að konungur,
aðall og alþýða skiftu völdunum á milli sin, en eng-
in þessara þriggja málsaðila er svo sterkur, að hann
geti algerlega borið hina ofurliði. Snemma á nítjándu
öldinni drógust völdin að mestu leyti úr höndum
konungs og aðals, og hafa síðan verið í höndum
neðri málsstofunnar.
Árið 1295 er langmerkasta ár i stjórnarfarssögu
Englands, því þá myndast þing með kosnum fulltríi-
um. Sá grundvöllur er þar með lagður, sem flestar
þjóðir hafa bygt sína stjórnarskipun á.
Þetta ár kallaði Játvarður konungur fyrsti saman
til þings báða erkibiskupa rikisins, alla biskupana,
7 jarla og 41 baróna, enn fremur skyldu prestar
kjósa tvo fulltrúa, úr hinni lægri prestastétt, fyrir
hvert biskupsdæmi og svo loksins það mikilvægasta.
Sýslumennirnir (Sheriíl's) fengu skipun um að láta
kjósa til þingsins tvo fulltrúa fyrir hvert greifadæmi
og sömuleiðis tvo fulltrúa fyrir hverja borg í land-
inu.
Þannig var skapað virkilegt þjóðarþing, og á því
áttu sæti fulltrúar fyrir hinar þrjár stéttir, sem þjóð-