Andvari - 01.01.1920, Side 115
Andvari.[
Enska þingið
75
félag miðaldanna skiftist í. Ivlerkastétt, aðal og al-
menning (commoners) »þá sem eiga að biðja, berjast
•og vinna« eins og einn breskur stjórnfræðingur heíir
komist að orði.
Hinn forni skýlausi réttur hinnar germönsku þjóð-
■samkomu til þess að leggja skatta á þjóðina, hafði
raskast nokkuð á tímum Normannakonuuganna. En
nú varð það eitt hið fyrsta af verkum fulltrúaþing-
inu að fá það lögfest (árið 1297) að engan skatt
má á leggja nema með »samþykki alls konungsrikis-
íns« (per commun assent de tout le roiaume). Með
konungsríki voru auðvitað meintir þeir er sæti áttu
á þinginu, eða með öðrum orðum, þingið sjálft.
Þannig höfðu Englendingar einir allra germanskra
|)jóða, komið á stofn fulltrúaþingi, í stað hinna fornu
þjóðsamkomu. Þó var hún ekki alveg úr sögunni.
Enskir stjórnfræðingar skýra grundvöll efri málstof-
unnar þannig, að lávarðarnir og biskuparnir er þar
«iga sæti, hafi haldið frumrétti Germana til þess að
taka sæti og greiða atkvæði á þjóðsamkomunni, en all-
ur almenningur hefir í stað þess, að eins rétt til þess,
að safnast saman í ílokka, þ. e. kjördæmin, og kjósa
fulltrúa til þess að mæta þar fyrir sína hönd.
Um þetta leyti er tilhögun sveita- og héraðastjórna
■einnig komin í fastar skorður. í hverri sýslu og greifa-
dæmi voru embættismenn, sem annaðhvort voru
kosnir beinlínis af íbúunum, eða eins og t. d. Sherif-
finn útnefndur af konungi eftir tillögum þeirra. Um
árið 1300 er sveitastjórn Englands í öllum aðalat-
riðum komin í það horf, sein hún hefir verið í, alt
fram á síðasta mannsaldur. Þá voru innleiddar kosn-
ar bæja- og sveitastjórnir, með nokkuð svipaðri til—
högun og hér eða i Danmörku.