Andvari - 01.01.1920, Page 116
76
Enska þingið
[Andvari
t*essi þátttaka þjóðarinnar í sveitastjórninni hefir
haft hina mestu þýðingu fyrir stjórnmálaþroska henn-
ar. Hún lærði að meta frelsi sitt, og þessi embættis-
störf heima fyrir hafa reynst hinn bezti stjórnmála-
skóli. Það hefir löngum verið hinn vissasti vegur til
þess að komast á þing, eða í hæstu embætti, að
hafa áður tekið þátt í sveitastjórninni heima í sínu
héraði og leyst sín störf þar vel af hendi.
Um sama leyti er dómstólunum einnig komið í
það liorf, sem þeir voru síðan í gegn um margar.
aldir. Kviðdómarnir, sem eru forn germönsk stofnunr
voru lögfestir. Áður hafði réttarfarið verið á reiki,
og sinn siður gilt í hverju héraði. Nú var ákveðið
að kviðdómarnir skyldu úrskurða sekt eða sýknui
hins ákærða, en dómararnir sem voru konunglegir
embættismenn, skyldu ákveða hegninguna.
Enn fremur tóku sveitirnar sjálfar dálítinn þátt í
álagningu skatta. Iíosnar nefndir í hverju héraði
lögðu á sveitarútsvörin og jöfnuðu einnig niður á
menn ýmsum af þeim sköttum, er héraðinu bar að
greiða í ríkissjóð.
Allar þessar stöður voru ólaunaðar, og það hefir
jafnan síðan verið eitt af grundvallaratriðunum í
stjórnarfari Englands, að störf í þágu þess opinbera,
ættu að vera trúnaðar- og heiðursstörf, en ekki til
þess að græða fé á.
Þegar nú fulltrúar borgarastéttarinnar, sem oftask
voru auðugir menn og þaulæfðir í héraðsstjórn komu
á þingið, gekk þeim illa að vinna með jörlum og
barónum, sem voru hinir mestu stórbokkar og vildu
einir öllu ráða. Milli biskupa og sóknarpresta var
einnig mikið djúp staðfest.
Smátt og smátt fóru fulltrúar borgaranna, prestar