Andvari - 01.01.1920, Page 117
-Andvari].
Enska þingið
77
og hinir lægri aðalsmenn að halda fundi út af fyrir
sig, og þannig myndaðist neðri málstofan.
Það er ekki hægt að festa þennan merkilega við-
hurð við neitl ákveðið ártal. Um miðbik fjórtándu
aldar er sú venja orðin föst, að háaðall og prelátar
halda sérstaka þingfundi og allir hinir þingmenn
komu saman á fund öðrum stað.
Smámsaman færðist fyrirkomulag þingsins í fast-
ari skorður. Prestarnir hurfu úr neðri málstofunni.
Um 1400 er farið að kjósa forseta (Speaker) til þess
að stjórna þingfundum og vera fulltrúi þingsins gagn-
vart konungi og ráðherrum. Varð það brátt einhver
mesta virðingarstaða í ríkinu.
Um sama leyti komst það skipulag á efri málstof-
una, að þar skyldu eiga sæti, auk biskupa, höfuð
helztu aðalsætta í ríkinu.
Þannig var þingið skapað í þeirri mynd, er það
hefir síðan í verið. Efri deild með höfðingjum, er
áttu arfgeng sæti, og neðri deild með þjóðkjörnum
fulltrúum. Neðri deildin varð fljótt sú voldugasta, og
þegar timar liðu fram, einkum á átjándu öld, þegar
bændastéttin var í hinni mestu niðurlæging og mest-
ar jarðeignir ríkisins vóru komnar saman í fárra
manna höndum, þá réði aðallinn mestu í neðri mál-
stofunni. En það sýnir bezt virðingu Breta fyrir
henni að aðlinum kom ekki til hugar, að reyna að
gera efri málstofuna að þungamiðju ríkisstjórnarinn-
ar, eins og hann hefði þó sennilega getað. Neðri máls-
stofan hélt völdum sínum, en í henni fengu sæti,
menn sem á einhvern hátt voru háðir hinum auð-
ugu aðalsættum.
Stóriðnaðurinn og vöxtur stórborganna hefir breytt
.þessu algerlega. Kosningarétturinn hefir alt af verið