Andvari - 01.01.1920, Page 118
78
Enska þingið
[Andvari-
gerður rýmri og rýmri og nú má svo heita að hann
að sé orðinn almennur. t*etta hefir aftur leitt til þess
að áhrif aðals- og jarðeingamanna í neðri málsstof-
unni eru að miklu leyli úr sögunni. Völdin hafa
flutst í hendur borgaranna, og nú á siðustu áratug-
um eru verkamenn einnig komnir til sögunnar sem
sérslakur flokkur, og er ekkert líklegra, en að völd-
in færist í þeirra hendur áður en á löngu líður.
Það er því ekki ólíklegt að nú séu að verða tíma-
mót í sögu brezka þingsins. Og vissulega heíir breyzt
mikið á síðasta mannsaldri. En, enn þá hvílir það
á hinum forna og fasta grundvelli og skulum vér
nú athuga hvernig það er skipað.
Pað sem vér tökum fyrst eftir er aldur þingmanna.
Meðalaldur þeirra er jafnan um og yfir 50 ár. Ensk-
ir kjósendur heimta það fyrst og fremst að fulltrú-
um sínum, að þeir hafi sýnl dugnað í praktisku lífi.
Þess vegna er það vanalegasta ráðið fyrir unga menn
sem vilja komast á þing, að reka fyrst einhvern at-
vinnuveg í tíu til tuttugu ár, græða fé og vinna sér
álit og leysa af hendi ýmiskonar trúnaðarstörf fyrir
þjóðfélagið. Pegar þeir eru orðnir þektir að dugnaði
er fyrst von um að þeir fái áheyrn hjá kjósendum.
Pað er þó ekki alment að menn nái kosningu í
fyrsta sinn, er þeir bjóða sig fram. Byrjendur verða
vanalega að fara í óviss eða vonlaus kjördæmi, og
sýna til hvers þeir duga. Vissu kjördæmin eru fyrst
og fremst ætlað gömlum og reyndum . sljórnmála-
mönnum. Hinsvegar er það alment, að þegar ein-
hver maður hefir kept tvivegis eða oftar í kjördæmi
þar sem engin von var um sigur, þá útvega flokks-
bræður hans honum örugt kjördæmi, sem þakklæti
fyrir vel unnið, erfitt og kostnaðarsamt starf.