Andvari - 01.01.1920, Side 119
Andvari.]
Enska pingiö
79
Þegar uugir menn ná kosningu, þá er það vana-
lega í Wales, írlandi eða Skotlandi, með öðrum orð-
um, í þeim héröðum, þar sem Keltar búa en ekki
Bretar. Eða þá í einstaka fámennum sveitakjör-
dæmum, þar sem auðugar jarðeignaætlir ráða enn
lögum og lofum.
Petta gildir einnig meðal hins unga verkmanna-
flokks ekki síður en meðal gömlu flokkanna. Þar er
það einnig öruggasta leiðin, að hafa árum saman
gegnt trúnaðarstörfum fyrir iðnfélögin áður en það
getur komið til mála að keppa um þingsæti.
Vér þekkjum vel frá flestum ríkjum á meginlandi
álfunnar, að ungir menn vel máli farnir eða penna-
tærir, nola pólitikina til þess að fleyta sér áfram til
vegs og valda. Þetta er sjaldgæft á Englandi. Kjós-
endur kasta miklu fremur atkvæðum sínum á mál-
stirða járnsmiðinn, sem rekið hefir verksmiðju sína
í mörg ár af miklum dugnaði, eða kolanámumann-
inn, sem um langt skeið hefir stjórnað sjúkrasjóði
starfsbræðra sinna, eða einhverju þessháttar fyrir-
tæki, heldur en ungan og óreyndan málrófsmann.
Enskir þingmenn hafa líka talsvert öðruvísi af-
stöðu gagnvart kjósendum sínum, en tízka er í öðr-
um löndum. f'ingmaðurinn er virðulegasti borgari
síns kjördæmis, og því ætlast fólk jafnan til þess, að
hann komi fram sem fulltrúi þess við öll hátíðleg
tækifæri heima fyrir. Hann verður að starfa þar í
ótal nefndum, halda ræður við alls konar tækifæri.
Við iþróttamót, skólasetningar, kirkjufundi o. s. frv.
verður hann að mæta.
Pað er bein afleiðing af þessu, að kjósendur meta
það mikils ef þingmaðurinn sé fríður sýnum og beri
gott skyn á íþróttir.