Andvari - 01.01.1920, Síða 120
80
Enska þingið
[Andvari.
Meðan þingmaðurinn dvelur í London verður hann
að standa i stöðugu bréfasambandi við kjósendur
sína. Ekki að eins við llokksforingjana um stjórn-
mál, heldur er hann einnig einskonar umboðsmaður
fyrir kjósendur sína i London. Hann verður að út-
vega þeim ailskonar uppijTsingar, jafnvel sækja og
kaupa vörur fyrir þá. Allir þykjast hafa rétt til þess
að ónáða hann með ýmiskonar kvabbi.
Það er alment gert ráð fyrir því, að meðan þing
stendur yfir, verði þingmaðurinn, að eyða tveim
klulckustundum á dag til bréfaviðskifta við kjósend-
ur sína.
En það er ekki nóg með það að þingmaðurinn
verði að fórna kjósendum miklu af lima sínum,
heldur verður hann einnig að láta óspart fé afhendi
rakna við þá. Hvert skifti, þegar stofnað er til al-
mennra samskota — og slíkt er oft — er ætlast til
þess að þingmaðurinn sé efstur á blaði með álitlega
upphæð. Petta er dýrt spaug, því á Englandi er fjöldi
af stofnunum, sem allsstaðar annarsstaðar er kostað-
ar af almannafé, rekinn með frjálsum samskotum,
svo sem mörg sjúkrahús, bókasöfn og alþýðuskólar.
Enn fremur þurfa allskonar líknarfélög, hljóðfæra-
sveitir, íþróttavellir, kirkjufélög o. fl. þessháttar stofn-
anir álitlegar fjáruppliæðir, og alt af verður þing-
manninum að blæða.
Þingmenn hafa að launum 7000 krónur, en það þykir
kurteisi að taka þau ekki til eigin afnota. Þegar vér
athugum þetta og bætum við hinni meðfæddu virð-
ing Englendinga fyrir peningum og ættgöfgi, þá verð-
ur það auðskilið að það eru einkum auðmennirnir,
sem á þingi hafa setið. Á þremur siðustu þingum
hafa langflestir þingmenn verið atvinnurekendur. —