Andvari - 01.01.1920, Side 121
Andvari.]
Enska þingið
81
Bankamenn, námueigendur, verksmiðjueigendur, járn-
brautarstjórar og jarðeignamenn. Innanum voru svo
fáeinir lierforingjar, lögfræðingar, blaðamenn og full-
trúar námumanna og annara verkmannafélaga.
Hér um bil fjórðungur þingmanna hafði stundað
nám í Eton eða Harrow*). Nokkru færri í Oxford
og Cambrigde. Álitlegur hluti tílheyrði lágaðlinum
(Gentry) sem frá upphafi hefir verið kjarninn í stjórn-
málalífi Englands og ekki allfáir, voru af háum að-
alsættum eða tengdir þeim.
Kosningarrétturinn á Englandi er að vísu rúmur,
en þó fylgja þar með margar kreddur, sem væru ó-
hugsandi annarsstaðar en á Englandi.
Vér verðum fyrst að gera oss það ljóst, að eftir
enskum skilningi tilheyrir kosningarrétturinn alls
ekki almennum borgara- eða mannréttindum, heldur
er hann skoðaður sem einskonar mannréttindi (pri-
vilegium), sem eru veitt einstökum borgurum, er
uppfylla viss skilyrði, eingöngu með það fyrir aug-
um hvað heppilegast sé fyrir veiferð ríkisins. Nú
hefir skoðunin á því hvað sé bezt fyrir almennings-
heill breyzt sífelt, öld eftir öld, og því hafa oft verið
samin ný lög, sem hafa hleypt njTjum kjósendum að
kjörborðinu. En þessi lög eru skoðuð sem viðbót
við hin heldri, sem aldrei eru afnumin. Úr þessu er
því orðin afskapleg flækja, sem varla er nema fyrir
fögfræðinga, að greiða úr. Sumir kjósendur eiga
kosningarrétt eftir lögum frá fjórtándu öld, en aðrir
eftir lögum frá því í hitteð fyrra, og hinir eftir lög-
um frá einhverjum tímabilum þar á milli.
Hér er ekki rúm til að rekja hin marvíslegu og
*) Tveir hinir fræguslu Latinuskólar Englancls.
Andvari XLV.
6