Andvari - 01.01.1920, Side 123
Andvari.]
Enska þingið
83
og frambjóðenda, sem hið opinbera má ekki blanda
sér í.
Frambjóðendur verða að greiða allan kostnað er
stafar af kjörfundunum. Svo sem laun kjörstjórnar,
húsaleigu, auglýsingar, prentun kjörseðla o. íl.
Fyr á tímum tíðkuðust mútur mjög á Englandi
við kosningar. Nú hefir verið reynt að útrýma þeim
með því að innfæra leynilegar kosningar og þungar
refsingar við mútum. Við þetta hefir kosningakostn-
aðurinn minkað að miklum mun, en er þó enn mik-
ili, um 20 miljónir króna í hvert sinn, eða hvert
atkvæði sem greitt er, kostar 4—5 krónur.
Alt þetta þetta styður að því sama, það er næst-
um því ókleyft að komast á þing fyrir menn sem
ekki eru þektir að dugnaði eða þá að minsta kosti
vel efnum búnir.
Kjósendur og pólitisku flokkarnir ætlast til að
þingmaðurinn leggi ríkulega af mörkum til þess
þess kostnaðar, sem leiðir af samningi kjörskrár og
öðru er að kosningunum lýtur.
En peningar eru ekki einhlílir þótt þeir ráði miklu.
Án lilstyrks flokkanna er því nær ómögulegt, að
komast á þing og þeir styðja auðvitað ekki aðra
menn til kosninga en þá, sem þeir búast við að geti
orðið þeim að góðu liði er á þing kemur. Hér við
bætist sú mikla virðing, sem Bretum er meðfædd,
fyrir dugnaði og heppni í praktisku lífi. Styður þetta
alt að því, að þingið er því nær eingöngu skipað
mönnum, sem eru rosknir að aldri og ráðsettir, vel
efnum búnir og sérfróðir í einhverri atvinnugrein.
Fess er því sizt að vænta, að enska þingið geri
snöggar byltingar eða rasi fyrir ráð fram. það er
6