Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 125
Andvari.]
Enska þingið
85
pólitík gæti komið til greina við úrskurðinn, Siðan
hefir líka alt gengið vel til og aldrei orðið neinn á-
greiningur um kosningarnar.
En nú fanst Englendingum það auðvitað hin mesta
óhæfa, að hið alvalda þing, skuli vera dómstólunum
undirgefið, og því er úrskurður dómaranna, að form-
inu til, auðmjúk skýrsla um rannsóknina, stiluð til
Speakers. En í raun og veru er skýrslan úrslita úr-
slitaúrskurður, sem þingið aldrei hefir breytt.
Nú mundu kanske margir halda, eftir það, sem
hér hefir verið sagt að framan, að þingmenn væru
algerlega háðir kjósendum sinum, en því fer fjarri
að svo sé. Liggja til þess ýmsar orsakir.
Öldum saman hefir skoðun þróast hjá brezku
þjóðinni, að þingmenn megi ekki láta vilja kjósenda
sinna hafa nein áhrif á hegðun sína í þingsalnum,
og umfram alt ekki beita sér fyrir neinu máli, er
þeir gætu haft fjárhagslegan hagnað af.
Edmund Burke') var kosinn á þing í Bristol 1774
og þá hélt hann einkennilega ræðu, sem síðan er
orðin einskonar Evangelium fyrir enska þingmenn.
Hann sagði meðal annars:
»Vissulega ætti þingmaðurinn að lifa í sem nán-
ustu sambandi við kjósendur sína. Hann á að taka
tillit til óska þeirra, bera virðingu fyrir skoðunum
þeirra. Hann á að fórna þeim tíma sínum og um
fram alt og allsstaðar á hann að taka hagsmuni
þeirra fram yíir sína eigin. En sannfæringu sinni
og þeirri skoðun, sem hann hefir allað sér eftir ná-
kvæmar athuganir, má hann undir engum kringum-
stæðum fórna kjósendum sínum, né nokkrum öðr-
*) Enskur þingskörungur f. 1729 d. 1797. Frægur fyrir mælsku og
rilsnild.