Andvari - 01.01.1920, Page 129
Anclvari.]
Enska þingið
89
Eins og nærri má geta hafa Englendingar valið
þinginu vegleg húsakynni. Þinghúsið er bygt í sein-
gotneskum stíl. Gotneski stíllinn er hinn þjóðlegi
byggingarstíll Englands og þinghúsið er hin stórfeld-
asta veraldleg bygging x þeim stíl.
Ljós er heldur fágæt vara í stórbyggingum Lund-
únaborgar. t'að er eins og fólkið hafi viljað sýna,
að það geti komist af með enn minni birtu en nátt-
úran gefur því. í þinghúsinu eins og flestum öðrum
opinberum skrauthýsum er kepst við að halda ljós-
inu úti. Máluðu gluggarnir, þar sem hver rúða er
listaverk eftir fræga meistara, sleppa að eins daufu
skini af dagsbirtunni inn í þingsalinn. Þær stundir
af deginum. sem ekki þykir sæma að kveykja á raf-
magnslömpunum, er ávalt skuggsýnt þar inni.
En það er eins og hálfrökkið falli vel saman við
stílinn í þessum háreista gotneska sal. Á hinum stóru
dögum, þegar merkileg mál eru til umræðu (og slikt
er oft). Þegar hvert rúm er upptekið á þingbekkjum
og þéttskipað er á áheyrendapöllum af innlendum
höfðingjum og útlendum gestum, sem þó oftast eru
stjórnmálamenn. Þegar alt loftið er þrungið af spenn-
ingi og eftirvæntingu, þá skapast þar einkennilega
hátíðleg stemning, sem mun verða flestum minnistæð
er þar hafa verið.
Fundir byrja kl. 2,45 eftir hádegi, nerna á laugar-
dögum, þá eru engir fundir nema brýn nauðsyn beri
til. Hver fundur byrjar með guðsþjónustu. Síðan
verða ráðherrar að svara fyrirspurnum frá þing-
mönnum. Til þess fara vanalega tvær klukkustundir.
Að því loknu byrja umræður um mál þau er fyrir
liggja, og stendur þingfundur vanalega yfir til kL
hálf tólf á kvöldin.