Andvari - 01.01.1920, Page 130
90
Enska þingið
[Andvari.
Það er ekkert smáræði sem þingmönnum er ætlað
að starfa um þingtímann. Hér er auðvitað átt við
þá sem virkilega taka þátt í störfum þingsins, und-
antekningar finnast alt af.
Vér skulum athuga hvernig enskir þingmenn verja
degi sínum. Kl. 11 safnast þeir saman í þinghúsinu
til þess að ræða um undirbúning mála, starfa í nefnd-
um eða á flokksfundum. Þar er starfað ósleitilega,
til þess er þingfundur byrjar, þá hlaupa þingmenn
til sæta sinna. Nú vill einhver þingmaður taka til
máls, en hann fær varla orðið fyr en eftir 3—4 kl.-
tíma í fyrsta lagi. Ráðherrar og aðrir stórlaxar verða
að fá að tala fyrst. Þegar lxann svo hefir talað, verð-
ur hann svo auðvitað að svara árásum á eftir. Og
svo hanga alkvæðagreiðslurnar eins og sverð 5rfir
höfði honum. Þegar atkvæði eru greidd verður hann
að vera viðstaddur, hvernig sem á stendur.
í þinghúsinu eru dýrlegir veitingasalir, en það er
enginn tími til þess að fara þangað til að borða.
Þingmenn rífa í sig matinn, standandi við borð í
einum forsalnum. Svo lilaupa þeir undir eins aftur
og taka til óspiltra málanna.
Ef einhver smávægileg mál eru til umræðu, þá
fara margir þingmenn út úr salnum og leita til ann-
ara herbergja, þar sem þeir geta i næði varið tím-
anum til bréfaskrifta og til þess að ráðfæra sig við
aðra stjórnmálamenn eða stuðningsmenn sína.
Svo er fundi slitið kl. ll1/^ og þingmaðurinn fer
heim og finnur á borðinu hjá sér háan bunka af
bréfum, sem strax þarf að svara.
Þess hefir áður verið getið, að nauðsynlegt sé fyrir
þingmenn að vera við þegar atkvæði eru greidd.