Andvari - 01.01.1920, Page 131
Andvari.]
Enska þingið
91
Orsökin til þess er sú, að á Englandi þykir það eng-
inn frami fyrir þingmenn, að þeir haldi margar ræð-
ur (að flokksforingjum undanskildum) en þess er
stranglega krafist að þeir neyti atkvæðisréttar síns.
Svo eru atkvæðalistarnir prentaðir og rannsakaðir
vandlega af kjósendum, sem á þennan hátt hafa eft-
irlit með því hvernig þingmenn rækja starf silt. Sá
þingmaður, sem oft vanrækir að greiða atkvæði, mun
sjaldan hafa von um að ná endurkosningu. Jafnvel
þó hann hafi ekki brugðist flokknum í neinu veru-
lega mikilvægu máli.
Hver sá maður, sem vill komast á þing, og gerast
sljórnmálamaður, veit vel, að hans bíður löng og
erfið vinna, lítil von um að komast til æðstu valda,
«g síðast en ekki sizt, verður hann að fórna ærnu
fé, ef hann á að komast nokkuð áfram. Þess vegna
«ru það og hafa altaf verið, mestmegnis ríkir menn
«r á þingi hafa setið og einnig menn, sem hafa virki-
legan áhuga á sljórnmálum. Á síðasta mannsaldri er
þó kominn hópur at' fátækum mönnum á þing. —
Einkum fulltrúar verkamanna. Peir eru kostaðir af
flokkssjóði, og gefur það talsverða tryggingu fyrir
því að þeir séu duglegir og áliugasamir menn.
En við þetla glatast auðvitað sjálfstæði þeirra að
að miklum mun. Enginn flokkur er jafn samtaka við
alkvæðagreiðslur í stórmálum og verkmannaílokk-
urinn.
Þingið er kosið til 5 ára. Meðlimir eru rúmir 700
að tölu. Þingið kemur saman fyrri hluta vetrar og
situr fram á sumar. Svo er annar þingfundur á
liaustin.
Á vorin er blómatimi samkvæmislífsins í London.