Andvari - 01.01.1920, Side 132
92
Enska þingið
[Andvari^
Þá er mest það, sem England á af auðugu, ættgöf-
ugu og hámentuðu fólki í borginni. Það er ekki
nauðsynlegt fyrir þingmenn, að taka þátt í því, en
séu þeir metorðagjarnir og stórhuga er það óhjá-
kvæmilegt. Þeir verða þá að steypa sér út í hring-
iðu veizlulífsins. Milli stjórnmála og samkvæmislífs
er miklu nánara samband á Englandi, en í öðrum
löndum. Það hefir verið sagt um ýmsa fræga ráð-
herra, ekki sízt um núverandi forsætisráðherra, að
þeir hafi unnið sér íleiri fylgismenn við miðdags-
borðið en í ræðustólnum.
Nú skulum vér athuga helztu atriðin í starfsemi
þingsins. Menn gæti þess, að eins og hér að framan
er með »þingi« ávalt átt við neðri málstofuna, nema
annað sé tekið fram.
Þá er fyrst að minnasi á löggjöíina. Til þess að
frumvörp geti orðið að lögum þurfa þau að hafa
verið samþykt af báðum þingdeildum með einföldum
meirihluta óg síðan undirskrifuð af konungi. A Eng-
landi er engin stjórnarskrá til, og engin lög, sem
þurfa að samþykkjast óbreytt á tveimur þingum,
með kosningu á milli, eins og við stjórnarskrárbreyt-
ingar hér á landi. Bretum heíir þótt óþarft að slá
þennan varnagla. Þingið er álilið nógu gætið og í-
haldssamt.
Hinsvegar getur þingið samið lög um hvað sem
vera vill. Ef hinir þrír partar þingsins, efri og neðai
málstofa og konungur, eru sammála, þá eru engin
takmörk fyrir veldi þess. Með einföldum lögum má
dæma menn til dauða, án þess að leita úrskurðar
dómstólanna. Slíkt var oft gert fyr á tímum. Þingið
losaði sig við pólitíska óvini á þann hátt. Með lög-
um mætti leysa upp brezka konungsríkið, og gera