Andvari - 01.01.1920, Page 133
-Andvari].
Enska þingið
93
Skotland og írland að sjálfstæðum ríkjum, án þess
að spyrja um vilja þjóðarinnar.
þetta hefir nú reyndar litla þýðingu nú á dögum.
Þingið beitir valdi sinu með hófsemi. En valdið hefir
það, og getur gripið til þess hvenær sem því þóknast.
Frumvörpum er skift í tvo flokka Public Bills og
Private Bills*). Með hinum fyrri er átt við þau frum-
vörp er snerta almenningsheill, rikisheildina eða ný-
lendurnar. »Private Bills« aftur á móti frumvörp, sem
snerta einstök héruð, eða einstakar persónur. Þau
frumvörp, sem snerta hagsmuni einstaklinga eða ein-
stakra sveita eða bæjarfélaga. Annars er oft erfitt að
draga skýra línu milli þessara tveggja tegunda af
frumvörpum. Það er stjórnarinnar verk og hefir mikla
þýðingu, því meðferð þeirra á þinginu er gagnólík.
Þegar almenn frumvörp (Public Bills) eru lögð
fyrir þingið, þá eru þau fyrst rædd tvívegis á líkan
hátt og á Alþingi. En eftir aðra umræðu »breytir
þingið sér í nefnd« sem svo er kallað. Þessi breyt-
ing er fólgin í því, að öllum hinum gömlu og marg-
brotnu þingsköpum er slept. Forsetinn (Speaker) vík-
ur úr sæti og í stað hans kemur formaður nefndar-
innar, sem líka er fastur embættismaður þingsins. —
á þennan hátt er hægt að ræða málin miklu ítarlegar
en á vanalegum þingfundum. En í rauninni er þetta
engin nefnd því allir þingmenn eiga sæti í henni.
Nefndir í sama skilningi og á Alþingi tiðkast ekki
í Parlamentinu. Aftur á móti hafa menn á síðasta
mannsaldri tekið upp á því að skipa fjórar fastar
nefndir »Standing committées« fyrir alt þingið. Ein
*) Má ekki blanda saman við »Private Members Bills«, þ. e. frumvörp
frá einstökum þinginönnum sein eru því nær liorfm úr sögunni eins og
siðar verður sagt irá.