Andvari - 01.01.1920, Page 134
94
Enska þingið
[Andvara-
af þessum nefndum tekur til meðferðar öll þau máí
er snerta Skotland og allir hinir skozku þingmenn
eiga sæti í henni.
í hinum nefndunum sitja 60—80 kjörnir þingmenn^
Þessar nefndir eru einskonar þing út af fyrir sig_
Fundir eru haldnir fyrir opnum dyrum og þeir ráð-
herrar er málin heyra undir taka þátt í umræðum.
Meðferðin á »Private Bills« er alt öðru vísi. Um
það hafa verið settar miklar og margbrotnar reglur,
sem hér er ekki rúm til að lýsa, að eins skal hér
sagt, að í þessum málum gætir nefndarstarfanna
miklu meira, og þau eru sjaldan gerð að llokksmál-
um. Minni hlutinn ræður hér oft eins milclu eins og
stjórnarflokkurinn. Þareð flest atvinnumál heyra undir
»Privat Bills« er auðskilið að þetta hefir afskaplega
þýðingu fyrir þingstjórnar fyrirkomulagið. Flest þessi
frumvörp þurfa formlegan undirbúning, sem kosta of
fjár. Er þetta gert til þess að hindra »spekulation«,.
einstakra manna og félaga í atvinnumálum, sem mik-
ið var farið að bera á. Til dæmis með einkaleyfi,.
sérréttindi eða fjárstyrk til einhvers atvinnureksturs.
Ef eitthvert félag vill fá einhver hlunnindi frá ríkinu,
þá verður það fyrst að útvega sér allskonar skýrslur
frá ýmsum embættismönnum bæja- og sveitafélaga
og atvinnurekendum, til þess að sýna og sanna nyt-
semi málsins. Því næst verður að fá stjórnina til
þess að leggja málið fyrir þingið. En áður en hún
gerir það, skipar hún vanalega nefnd óvilhallra, sér-
fróðra manna til þess að rannsaka málið. Þessar
nefndir eru vanar að drepa mestan hluta af beiðn-
um þeim, er fram koma. Allan kostnað er af þessu
leiðir verða umsækjendur sjálfir að borga.
Þessi gangur málanna er seinn og þunglamalegur,.