Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 136
96
Enska {>ingið
[Andvari.
menn, sem sjaldan hafa þekkingu eða tíma til þess
að athuga málin svo vel sem skyldi.
Allir þingmenn hafa að visu að nafninu til rétt til
að ílytja frumvörp (nema um mál er mundi hafa í
för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð), en þing-
mannafrumvörp má að eins taka til meðferðar á
föstudögum, en þá er fundi slitið fyr en aðra daga,
og svo á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum eftir
kl. 8V2. Þetta gildir þó að eins um veturinn fram að
páskum. Eftir páska tekur stjórnin ílesta þessa daga,
og undir þinglokin þá alla, til þess að láta ræða sín
frumvörp. Þareð flest mál eru afgreidd undir þing-
lokin, má heita að loku sé fyrir það skotið, að þing-
mannafrumvörp nái fram að ganga. Það hefir held-
ur ekki skeð, síðan árið 1825, að mikilvægt frum-
varp frá einstökum þingmönnum hafi komist í gegn
um neðri málstofu brezka þingsins.
Nú mundu margir halda, að með þessari tilhögun
væri þingið og lagasmíði þess langt á eftir tímanum
og í sífeldri baráttu við hinar nýrri stefnur í þjóð-
félagslífinu. En svo er eiginlega ekki. Stjórnin er á-
gætur hemill á íljótfærni og framhleypni þingmanna,
en hún er ekki nógu sterk til þess að geta til lengd-
ar verið þröskuldur í vegi fyrir framförum. í ment-
uðum löndum, þar sem blöðin eru voldug og þjóðin
hefir áhuga á stjórnmálum er alt af hægt að vekja
svo mikinn byr fyrir góðum nýmælum, að stjórnin,
að minsta kosti verði neydd til að taka þau til at-
hugunar. Enn fremur getur auðvitað meiri hluti
stjórnarflokksins, alt af neytt stjórnina til þess að
leggja frumvörp fyrir þingið, en slíkt hefir þó sjald-
an komið fyrir.
Enn fremur útilokar þessi tilhögun alla hreppa-