Andvari - 01.01.1920, Page 137
Andvari].
Enska pingið
97
pólitík. Kjósendur vita það vel, að þingmaður þeirra
getur ekki útvegað kjördæminu neina bitlinga. Hann
getur til dæmis ekki útvegað því nýjan járnbrautar-
spotta eða fé til annara fyrirtækja.
Alt þetta leiðir til þess að enska þingið semur til-
tölulega fá lög. samanborið við þingin á meginlandi
álfunnar. Þau eru jafnan ákærð fyrir ofmikla og
flausturslega lagasmíði. Englendingar ásaka sitt þing
fremur fyrir að vinna oílitið en ofmikið.
Vér sjáum því, að aðalþátturinn í löggjafarstarf-
semi þingsins er 1 fólginn, að athuga og rannsaka
frumvörp stjórnarinnar. Breyta þeim og laga eða
jafnvel fella þau.
í þessu liggur ágæti Parlamentisins sem löggjafar-
þings. Fyrst semur stjórnin frumvörpin með aðstoð
binna beztu sérfræðinga, síðan eru þau rædd á fjöl-
mennu þingi, þar sem komnir eru saman margir af
hinum nýtustu mönnum í öllum atvinnugreinum
landsins. í’egar þau hafa gengið gegnum þennan
hreinsunareld, má búast við því, að þau hafi að
minsta kosti losnað við verstu gallana, svo ekki þurfi
að breyta þeim eða afnema á næstu þingum. Enda
er slíkt liringl í löggjöfinni, sem er að verða svo al-
ment hér á landi, því nær óþekt á Englandi.
Þegar stjórnin bíður ósigur við kosningar eða á
annan hátt missir fylgi meiri lilutans í neðri mál-
stofunni, snýr konungur sér jafnan til foringja stjórn-
arandstæðinga og biður hann að mynda nýtt ráðu-
neyti. Hann gerir það svo án þess að spyrja þiugið
ráða. Þingið hefir ekki nein bein áhrif á sljórnar-
myndunina, en auðvitað verða hinir nýju ráðherrar
að fá stuðning meiri hlutans, til þess að geta setið
við völd. t*að er venja, þótt ekki sé lögfest, að allir
Andvari XLV. 7