Andvari - 01.01.1920, Page 138
98
Enska þingið
[ Andvari.
ráðherrar verða að eiga sæti í annari hvorri málstofu
þingsins.
Þegar stjórnarskifti eru, þá víkja úr sæti, auk ráð-
herranna allmargir aðstoðarráðherrar (Parliamentary
Secretaries) og æðstu embættismenn við hirðina. —
Alls um 50—60 persónur.
Stjórnarmyndun gengur vanalega fljótt og greiðlega
Hinir stóru flokkar sem öldum saman hafa kept um
völdin á Englandi hafa jafnan foringja, sem allir við-
urkenna og vita að eiga taka við æðstu völdunum,
þegar flokkurinn kemst í meirihluta. Á öldinni sem
leið, skeði það að eins einu sinni, að konungur (eða
drotningin) bað mann, sem ekki var hinn viðurkendi
flokksforingi um að mynda stjórn, og sú beiðni mis-
hepnaðist.
Þegar lil kosninga kemur veit því öll alþýða, liver
muni verða hinn nýi forsætisráðherra ef stjórnin
skyldi falla. Nú hafa í margar aldir, og alt fram á
síðustu tíma, verið að eins tveir stjórnmálaflokkar í
landinu, sem hafa skiítst á um völdin og oftast nær
verið álíka hæfir til stjórnarstarfa. Þetta hefir slcapad
miklu meiri ró og öryggi í stjórnmálunum á Eng-
landi, en þekst hefir í öðrum löndum. Þjóðin veit,
að það er sjaldan mikill háski á ferðum þótt stjórn-
in falli. Andstæðingarnir eiga jafnan á að skipa fjölda
af vel mentuðuin, sjálfstæðum og stjórnhæfum mönn-
um til þess að taka við völdunum. Nú á síðustu
tímum hefir þó komið allmikið los á hina gömlu
flokkaskipun. Er það einkum að kenna stríðinu og
áhrifum þess.
Þingið hefir skarpt eftirlit með gerðum stjórnar-
innar. Til þess að framkvæma það, eru einkum not-
aðar spurningarnar í byrjun hvers þingfundar. lláð-