Andvari - 01.01.1920, Síða 139
Andvari].
Enska þingið
99
herrarnir eru spurðir um alt hugsanlegt, sem við
kemur starfsemi þeirra, og þeir verða jafnan að vera
við því búnir, að öll axarsköft, sem þeir hafa gert,
verði talin upp og alt starf þeirra gagnrýnt á hinn
grimmilegasta hátt. Svo taka blöðin við og tljrtja al-
menningi frásögn af því, sem gerzt hefir á þing-
fundinum, og hvaða sakir haíi verið bornar á ráð-
herrana.
Ef þinginu íinst stjórnin, eða einhverir meðlimir
hennar hafi gert sérstaldega slæmt glappaskot, þá er
það algengasta og kröftugasta ráðið, að skipa nefnd
af þingmönnum til þess að rannsaka alt málið. —
Þessar nefndir, sem hvor þingdeild um sig getur
skipað, eru afar-voldugar. Hver Englendingur, nema
konungur og erkibiskupar eru skyldugir að mæta
og bera vitni, ef nefndin krefur þess.
Þessar rannsóknarnefndir hafa mörgum vofdugum
ráðherra á kné komið um dagana. FJestir munu
minnast þess, að á ófriðarárunum varð Churchill o.
II. af frægustu ráðherrum Englands, að vikja úr völd-
um, vegna nefndanna, sem þingið skipaði til þess að
rannsaka Mesópótamíu- og Gallipoli-leiðangrana.
Pingið er að þessu leyti hinn voldugi rannsóknar-
dómstóll þjóðarinnar, sem vegur og dæmir allar gerð-
ir stjórnarinnar.
Stjórnin er samt ekki varnarlaus. Hún er í fram-
kvæmdarstjórninni ekki síður en í löggjöfinni hinn
fasti möndull, sem alt snýst um. Þingmenn (þ. e. að
segja meiri hlutinn) kynokar sér því við að steypa
henni, nema stórar sakir séu. Svo hefir stjórnin alt
af þann veg opinn, að rjúfa þingið og skjóta máli sínu
undir dómstól kjósenda.
Það hefir oft mikil og friðandi áhrif á órólega
*7