Andvari - 01.01.1920, Page 140
100
Enska þingið
[Andvari
þingmenn ef stjórnin ógnar þeim með þingrofi, sé
það gert á kurteisan liátt og helzt ekki opinberlega.
Peir vita það vel, að þó flokkurinn kynni að hafa
hagnað af nýjum kosningum, sem þó oftast er ólík-
legt undir slíkum kringumstæðum. þá hafa þeir sjálf-
ir ekki annað en óhag af þeim. Þeir verða að leggja
á sig drepandi erfiði í kosningabaráttunni, eyða miklu
fé og ofan á alt saman, eiga þeir það á hættu að
missa sæti sitt á þinginu.
Það er líka auðséð, að nj'kjörin þing eru jafnan
þægari við stjórnina en gömul. Þegar fer að líða á
kjörtímabilið fara flokksmenn stjórnarínnar að verða
henni erfiðari og finna meira að gerðum hennar. —
Þeir vita að nýjar kosningar eru hvort sem er yfir-
vofandi og því minni ástæða til að hlífast við, að
segja stjórninni til syndanna.
Utanríkismál hafa jafnan verið rædd meira í efri
en neðri málstofunni. Annars er lávarðadeildin ekki
nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Síðan
1911 hefir hún að eins frestandi neitunarvald í lög-
gjöfinni. Hún getur seinkað nýmælum og heimtað
nýjar kosningar um þau, en alls ekki hindrað fram-
gang þeirra til lengdar, ef þjóðarviljinn styður þau.
Reynt hefir verið að halda sameiginlega fundi af
báðum málstofun lil þess að jafna úr ágreiningsat-
riðum, en þær tilraunir hafa misheppnast.
Nú eru uppi tillögur um að breyta efri málstof-
unni og gera hana að einskonar allsherjar þingi,
fyrir alt hið brezka heimsveldi.
Þingið er einnig æðsti dómstóll Englands í fjölda-
mörgum málum. Bretar eiga engan eiginlegan hæzta-
rétt. Þeir hafa fjölda af hliðstæðum dómstólum með
einkennilegu sniði, sem allir eiga rót sína að rekja