Andvari - 01.01.1920, Page 141
Andvarij.
Enska þingið
101
til hinnar sögulegu framþróunar á löngu liðnum tím-
um. Allur málarekstur er þunglamalegur og afardýrt
að ná rétti sínum.
Urskurðum flestra dómstóla má skjóta til þingsins
og er dómur þess endanlegur. Gömul ensk setning
segir: »Það er hvorki leyfilegt né sæmandi, að efast
um, eða gagnrýna dóma þingsins«. Þingið er í raun-
inni hafið yfir alla dómstóla. Hin stolta setning Pitts
eldra: »Fátæklingurinn í hreysi sínu getur boðið
öllu veldi krúnunnar byrginn. Þó kofinn sé kominn
að hruni, rigni í gegnum þakið og stormurinn hristi
hann, þá hefir þó sjálfur konungur Englands ekki
leyfi til þess að ganga inn án leyfis húsráðanda«
hefir aldrei gilt gagnvart Parlamentinu. Þegar því
þóknast, eru öll persónuleg réttindi einstaklinganna
einkisvirði.
En þingið beitir þessu voðavaldi ekki nema á bylt-
inga- og óeirðatímum, er það þarf að verja vald sitt.
Annars er dómnefnd lávarðastofunnar látin dæma
mál þau er áfrýjað er til þingsins. Nokkrir af lá-
vörðunum eru jafnan lögfræðingar, en ekki þykir
það nægja, og því er nokkrum af frægustu lögfræð-
ingum Englands veitt lávarðstign (æfilangt, en án
þess að ganga að erfðum, »Life Peers«) til þess að
tryggja nægilega lagaþekkingu. Þessir nýju löglærðu
lávarðar »Lords of Appeal« eru jafnan í meiri hluta
í dómnefndinni.
Dómsvalds neðri málsstofunnar gætir miklu minna
nú á tímum. Þó hefir það komið fyrir nokkrum
sinnum á öldinni sem leið, að hún hefir látið taka
menn höndum og hegna þeim, vegna þess að henni
þóttu þeir of nærgöngulir við virðingu þingsins og
gagnrýna gerðir þess á ódrengilegan hátt.