Andvari - 01.01.1920, Síða 143
Um aukning sjóða.
Eftir
Eirík Briera.
Flestir munu vera samdóma um að golt sé fyrir
livert þjóðfélag að þar sé til rnikið almannafé, er
ber stöðugan arð, því að vöxtunum má þá verja til
ýmiskonar gagnlegra hluta. En eins og það er gagn-
legt, að slíkt fé sé til, svo er og æskilegt, að það fari
vaxandi, og það er einnig auðvelt að koma þessu
til leiðar, með því að leggja nokkuð af vöxtunum
árlega við höfuðstólinn. Margir eru þó, sem þykir
ísjárvert að gera mikið að því, og mun það oft vera
sprottið af misskilningi. Feir gæta eigi að því, að
peningarnir falla í verði eftir því sem stundir líða,
svo að sá sjóður, sem stendur í stað að krónutöl-
unni til, fer þó í raun og veru minkandi smámsam-
an. Ennfremur halda margir, að sá sjóður geri að
samtöldu meira gagn, þar sem mestur hluti vaxtanna
er árlega notaður, heldur en sá sjóður, þar sem
miklu af vöxtunum er árlega bætt við höfuðstólinn,
en þetta er ekki rétt. Þótt vextir þeir, sem útborgast,
séu í byrjuninni minni, ef mikið af vöxtunum
er árlega lagt við höfuðstólinn, þá verða þeir þó
miklu meiri síðar, svo að þegar litið er á langan