Andvari - 01.01.1920, Page 145
Andvari,]
Um aukning sjóða.
105
vextir jafnmikið, hverja aðra upphæð sem um er að
ræða. Vextir eru hér og hvervetna hér á eftir ráð-
gerðir 4.77% um árið. Upphæðirnar eru víðast hvar
tilgreindar að eins í heilum krónum og þar sem
tölustafirnir eru margir, eru seinustu tölustafirnir ekki
nákvæmir.
Tafla þessi ber með sér að því meira af vöxtun-
um að %, sem árlega er lagt við höfuðstólinn, þvi meira
af vöxtum kemur samtals til útborgunar á 100 árum
og því fremur sem lengra liður.
En þess ber vel að gæta, að féð vex í raun og
veru hvergi nærri svo mikið, sem krónutalan í töfl-
unni bendir á, vegna verðfalls peninganna, svo sem
áður er getið. Ennfremur vaxa þaríirnar með fjölgun
fólksins og auknum kröfum til lífsins og því þarf
alt almannafé að vaxa að mun að krónutölunni til,
ef það á framvegis að geta gert sama gagn og.mú,
og því fremur ef það á í framtíðinni að geta gert
meira gagn.1)
Eg vil nú með nokkrum hugsuðum dæmum leit-
ast við að skýra betur, hverja þýðingu það getur
haft í framtíðinni, ef nokkuð miklu af vöxtunum er
árlega bætt við höfuðstólinn.
1. dæmi. Búnaðarfélag eitt setti 300 kr. af sjóði
sínum á vöxtu með þeim skilmálum, að vext-
irnir skyldu allir leggjast við höfuðstólinn uns
ársvextirnir næmu 20 kr. Frá þeim tíma skyldi
helmingur vaxtanna útborgast árlega, en helm-
ingur þeirra leggjast jafnan við höfuðstólinn.
Eftir 9 ár útborgast hálfir vextirnir árlega.
Eftir 200 ár frá byrjun verður höfuðstóllinn orð-
inn 40215 kr. og vextir af því, er útborgast
*) Sbr. »Um viöliald sjóöa«, Andvara 42. ár bls. 155—156.