Andvari - 01.01.1920, Page 146
106
Um aukning sjóöa.
LAndvari.
næsta ár, 959 kr. Alls verður þá búið að borga
út frá byrjun af vöxtum 39779 kr,
2. dæmi. Annað búnaðarfélag setti einnig 300 kr. á
vöxtu, en með þeim skilmálum, að vextir skyldu
allirleggjastvið höfuðstólinn uns ársvextirnir næmu
40 kr. Ur því skyldi V* hluti vaxtanna árlega
falla til útborgunar, en s/4 blutar þeirra jafnan
leggjast við höfuðstólinn, Eftir 24 ár útborgast
x/4 hluti váxtanna árlega. Að 200 árum liðnum
frá byrjun verður höfuðstóllinn orðinn 441127
kr. og vextir af því er útborgast 5200 kr. Sam-
tals verður þá búið að borga út af vöxtum
146750 kr.
í 2. dæminu byrjar útborgun vaxta 15 árum
síðar en í 1. dæminu, en úr því hún er byrjuð,
þá er sá fjórðungur vaxtanna, sem útborgast á
hverju ári í 2. dæminu, jafnan meiri en sá helm-
ingur vaxtanna sem útborgast í 1. dæminu, og
munar það miklu með tímanum.
3. dæmi. Maður nokkur gaf sveit sinni 200 kr. og
og skyldu allir vextirnir leggjast við höfuðstól-
inn i 16 ár, en úr því skyldi helmingur vaxtanna
útborgast til sveitarinnar á ári hverju. Eftir 200
ár verður sjóðurinn orðinn 32233 kr.
4. dæmi. Hreppur nokkur fékk endurgoldinn sveit-
arstyrk, er hreppsmenn höfðu enga von gert sér
um. Upphæðin var kr, 313.37 og var hún sett
á vöxtu með þeim skilmáluro, að vextir skyldu
allir leggjast við höfuðstólinn þangað til sjóður-
inn næmi 1000 kr. Úr því skyldi */* vaxtanna
árlega útborgast til sveitarinnar.
Eflir 25 ár verður sjóðurinn orðinn rúmar
1000 kr. og frá þeiin tíma fær sveitin árlega út-