Andvari - 01.01.1920, Page 147
AndvariJ.
Um aukning sjóða
107
borgaðan V* vaxtanna af honum. Eftir 200 ár
verður sjóðurinn orðinn 471457 kr. Vextir þeir,
sem hreppurinn þá er búinn að fá útborgaða
samtals, eru 156817 kr.
Stundum getur verið ástæða til að töluvert mikið
af vöxtunum sé borgað út frá byrjun, en menn vilja
þó láta sjóðinn vaxa að mun með tímanum. þetta
má gera með því að ákveða, að nokkur hluli af vöxt-
um þeim, sem útborga skal, skuli ekki fara vaxandi.
Vextir þeir, sem útborgast, vaxa þá ekki eins ört
-eins og vextirnir yfir höfuð.
5. dæmi. Minningarsjóður nokkur að upphæð lOOOkr.
var settur á vöxtu með þeim skilmálum, að þegar
vextirnir af honum væru yfir 47 kr. á ári skyldu
árlega falla til útborgunar 24 kr. og ennfremur
helmingur af því, sem ársvextirnir væru fram
yfir 24 kr. en hinn helmingurinn af því skyldi
jafnan leggjast við höfuðstólinn.
Hér eru í byrjuninni útborgaðar kr. 35.85, en
kr. 11.85 lagðar við höfuðstólinn og er þaðtæp-
ur x/4 af ársvöxtunum. Vextir þeir sem útborg-
ast fara að vísu stöðugt hækkandi, en þeir vaxa
þó ekki tiltölulega eins ört eins og það sem
leggst við höfuðstólinn, því það nálgast meir og
meir helming vaxtanna. Hinir útborguðu vextir
eru þó jafnan 24 lcr. meira en það, sem leggst
við höfuðstólinn. Eftir 200 ár verður höfuðstóll-
inn í dæmi þessu orðinn 55901 kr. Vextir af
því næsta ár 2666 kr. Þar af útborgast 1345 kr.
en við höfuðstólinn leggjast 1321 kr. Vextir út-
borgaðir frá byrjun mundu vera 59701 kr.
6. dæmi. Annar minningarsjóður, að upphæð 1000