Andvari - 01.01.1920, Síða 149
Andvari.]
Um aukning sjóöa
109
girt. Hinir sögðu, að hreppurinn yrði þó að fá
á ári hverju eins mikið og afgjaldinu nam. Jörð-
in var svo seld og andvirðinu komið á vöxtu
með þeim skilmálum, að við höfuðslólinn skyldi
leggja árlega 3A hluta af því, sem ársvextirnir færu
fram yfir 100 kr., en að öðru leyti skyldu vext-
irnir allir útborgast til sveitarsjóðsins.
Samkvæmt þessum ákvæðum legst við höfuðstól-
næsta ár kr. 18.01 en til sveitarsjóðsins borgast
kr. 106,00. Að 200 árum liðnum verður jarðar-
verðssjóðurinn orðinn 571147 kr. og vextir af
því, er útborgast næsta ár, verða 6886 kr., en
hreppurinn verður samtals búinn að fá útborg-
aðar 209515 kr.
5). dæmi. Sveitarfélag nokkurt tók ákvörðun um að
leggja 25 kr. á ári hverju í aðaldeild Söfnunar-
sjóðsins með þeim skilmálum, að helmingur
vaxtanna útborgaðist árlega, en hinn helmingur-
inn legðist jafnan við höfuðstólinn. Vextir þeir,
er útborgast eiga, ganga þá framanaf upp í inn-
lagið, svo að það fer ár frá ári minkandi. Eftir
30 ár verða innlögin umfram vextina, er upp í
þau ganga, orðin samtals 423 kr., en þá verða
ársvextirnir rúmar 50 kr., svo að sá helmingur
þeirra, sem út má taka, verður meiri en innlagið
og upp frá því er innstæðan í söfnunarsjóðnum
sívaxandi tekjulind fyrir sveitina, þótt litlu nemi
framanaf. Eftir 200 ár frá fyrsta innlagi verður
höfuðstóllinn orðinn 118586 kr. og vextir af því
er útborgast næsta ár 2828 kr.
10. dæmi. Setjum svo að sveitin sem nefnd er í 9. dæm-
inu hefði ákveðið að 3/i hlutar vaxtanna skyldu
jafnan leggjast við höfuðstólinn og aðeins x/4