Andvari - 01.01.1920, Síða 151
Andvari].
Um aukning sjóöa
111
þess, því að vextirnir eru þá svo litlir að það tekur
því ekki að taka neitt af þeim; önnur kynslóðin
fær helming vaxtanna og fer vel á því; en svo kem-
ur þriðja kynslóðin; hún fær 9/io vaxtanna, en sá x/io
vaxtanna, sem lagður er við höfuðstólinn er hvergi
nærri næg uppbót fyrir verðfall peninganna, svo að
sjóðurinn fer í raun og veru stöðugt minkandi eftir að
hann er orðinn 2500 kr., þótt krónutalan vaxi dá-
lítið. Þriðja kynslóðin fær þannig svo mikið af vöxt-
um sjóðsins, að hver eftirfarandi kynslóð hefir minna
og minna gagn af lionum. Þetta getur þó ekki verið
meiningin. Með því að ákveða, að jafnan skuli falla
til útborgunar hálfir vextirnir, eftir að sjóðurinn
nemur 1000 kr. mundi hver síðari kynslóð uppbera
nokkuð meira en fyrri kynslóðin og það álít eg að
ætti að vera reglan við flesta sjóði.
Sumir kunna að segja, að þótt síðari kynslóðum
sé heimilað að taka mestalla vextina, þá geti þær
lagt við höfuðstólinn svo mikið af vöxtunum, sem
ástæða er til. En athugavert er, að ekki er líklegt
að allir þeir, sem vextina eiga að taka í framtíðinni,
láti sér eins ant um vöxt og viðgang hvers sjóðs
eins og stofnendur hans. Svo er og þess að gæta,
að meðan vextirnir nema litlu, láta menn sér í léllu
rúmi liggja, hvort það er meiri eða minni hluti
þeirra, sem leggst við höfuðstólinn. En ef vextirnir
verða nokkuð miklir, þá kemur freistingin til að
hagnýta sér alt sem útborgað fæst, því altaf finnast
mönnum þaríirnar miklar, en þeir sem síðar lifa
verða þá að bera hallann, ef litlu er bætt við höfuð-
stólinn. Það er því ráðlegast, að ákveða þegar í upp-
hafi, að svo mikið af vöxtum hvers sjóðs skuli jafn-
an leggjast við höfuðstólinn, að víst sé að gagnið að