Andvari - 01.01.1920, Page 152
112
Um aukning sjóða.
[ Andvari].
sjóðnum fari stöðugt í framtíðinni fremur vaxandi
en minkandi.
Hér á undan hefir verið talað um vöxt og við-
gang sjóða að því leyti sem þeir gefa vexti, sem nota
má til gagns, en þeir hafa einnig að öðru leyti veru-
lega þýðingu. Fyrir hvert þjóðfélag, eins og mann-
kynið í heild sinni, er það næsta mikilsvert að mik-
ið fé sé til, því féð er þau verkfæri, þau meðöl, er
mennirnir þurfa að hafa til að ná úr ríki náttúr-
unnar þeim gæðum, er þeir þarfnast, og gefa þeim
þá samsetningu og lögun að þau komi að notum.
Þannig þarf skip og veiðarfæri til að ná fiskinum
úr sjónum, kvikfénað til að breyta grasinu í mjólk,
kjöt, ull og skinn, smíðatól til að smíða skip eða
hús o. s. frv. Jafnframt stendur mönnum til boða
að nota í þarfir sínar náttúrukraftana, sem til eru í
óþrjótandi gnægð eigi síður en náttúruefnin, en til
þess þarf einnig verkfæri svo sem vélar þær, sem
hafðar eru til að nota orkuna í fossunum. Hið arð-
berandi fé er einmitt að miklu leyti fólgið í þessum
verkfærum, þótt það sé venjulega talið í peningum.
Ef sagt er að bóndi eigi 10000 kr., þá er ekki meint
að hann eigi það í peningum, heldur að hann eigi
svo mikinn kvikfénað og annað að það sé 10000 kr.
virði. Peningarnir eru aðeins verðmælir.
Eftir því sem fólkinu fjölgar og þarfirnar vaxa,
eftir því þarf að ná meiru úr ríki náttúrunnar til að
fullnægja þeim, og til þess útheimtist þá meira og
meira fé. Yfirleitt treysta menn því að einstakir menn
sjái fyrir þessari aukningu fjársins, en það er þó
ekki víst að eignin í þjóðfélaginu aukist svo sem
þörf er á. En ef fé vantar í landinu til nauðsynlegs
atvinnureksturs, þá er að auðsætt, hve mikilsvert