Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 153
Andvari].
Um aukning sjóða
113
það er að almannafé fari vaxandi. Það getur þá
bætt úr margri þörf. Og að láta almannafé fara vax-
andi með tímanum er ekki erfitt svo sem áður hefir
verið bent á. Fé það er einstakir menn safna fer oft út
um þúfur hjá erfingjum þeirra, en almannaféð getur
stöðugt farið vaxandi eftir því sem upphaflega er
ákveðið. Vaxandi sjóðir gera því með tímanum eigi
aðeins gagn með vöxtum þeim, er árlega útborgast,
heldur gera þeir ennfremur mikið gagn með því að
styðja með lánum gagnlegar framkvæmdir.
Nú kunna menn að segja, að þótt sjóðir að vísu
geti vaxið á pappírnum, eins og tekið hefir verið
fram í dæmunum hér á undan, þá séu engin dæmi
til slíks og því muni annað verða ofan á í reynd-
inni. Við þetta ber þess að gæta, að þótt sjóðir hafi
eigi að undanförnu vaxið svo sem ráð er fyrir gert
í áðurnefndum dæmum, þá er það ekki nema eðli-
legt, því það hafa ekki þau ákvæði verið sett um
aukning þeirra, sem þar er gert ráð fyrir, og auk
þess hefir ekki ætíð verið svo tryggilega um sjóðina
búið sem óskandi hefði verið. En nú er öllum innan
handar að leggja fé slíkra sjóða í aðaldeild Söfnun-
arsjóðsins. Hann er einmitt til þess ætlaður »að geyma
fé, ávaxta það og auka, og útborga vextina um
ókomna tíð, eftir því sem upphaflega er ákveðið«.
Þar getur aldrei neilt af innstæðunni eða vöxtum
þeim, sem við liana eiga að leggjast, verið vaxtalaust
einn einasta dag og það sem mest er um vert er það,
að þar getur aldrei neitt af því komist í höndur neins
þess, er það geti misfarist hjá. Ennfremur er Söfnun-
arsjóðurinn sjálfur svo vel trygður bæði í nútíð og
framtíð sem framast er auðið.
Til eru þeir menn sem segja: »hvað eigum vér að
Andvari, XLV. 8