Andvari - 01.01.1920, Page 156
116 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni (Andvarí.
hann hafði fengið styrkinn; fór hann þá allra sinna
ferða, hvað svo sem Danir gerðu til að hefta hann«.
Þessu næst reit Indriði Einarsson um fjárhag hins
mikla manns í fjörugri og frjósamlegri minningar-
grein um hann í »Skírni« 1911, á fyrsta aldarafmæli
hans, og sagði gerr en Benedikt kaupmaður frá skör-
ungsskap Eiríks og drengskap, er sjaldgæílega mun-
aði um í raun. Indriði segir, að fjárhagur forseta
hafi á árunum 1865—68 verið á þeim heljarþremi,
að leita hafi orðið snjallra ráða til hjálpar. Þá hljóp
Eiríkur Magnússon undir skuldabaggann, svo að alt
fór ekki undir kvið fyrir forseta. Hann, »og ef til
vill annar íslendingur í Englandi«, segir Indriði,
»leituðu fyrir sér um sölu eða veðsetningu á bóka-
safni Jóns Sigurðssonar þar. Sá vegur reyndist ekki
fær, og málið vandaðist. Eiríkur Magnússon fór þá
lil Georgs Powells, bezta vinar síns, sagði honum
málavöxtu, og hvað við mundi liggja hins vegnr
fyrir málefni íslands, ef Jón Sigurðsson yrði gjald-
þrota. Öll framsókn íslendinga gagnvart Dönum var
í veði. Konungshjartað þurfti að fá 27000 kr., og
Eiríkur Magnússon mun þá hafa spurt vin sinn,
hvort ekki mundi mega fá nokkra enska auðmenn
til þess að leggja til féð. Þá hallaði Georg Powell
sér aftur á bak í legustólinn, krosslagði hendurnar
á brjóstinu og sagði: »Því má eg ekki gera það einn«.
Hann lagði fram 27000 kr. aleinn«. Síðan bætir
Indriði því við, að vandalaust hafi ekki verið, að fá
forseta til að taka við fénu. Hann hafi »álitið« nokkra
hríð, að bókasafn sitt og handritasafn væri veðsett í
Englandi. Veðsetningaskjöl með meira hafi verið send
til Englands, »en voru send aftur litlu síðar, því pen-