Andvari - 01.01.1920, Page 157
Andvari]. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni. 117
ingarnir voru greiddir til þess, að forseti gæti skrifað
íslandssögu í næði«, ritar Indriði.
Enn segir Tryggvi Gunnarsson rækilega frá fjár-
málum Jóns á efri árum hans í minningum sínum,
er birtust í »Tímanum« 1918. Er Tryggva ekki lá-
andi, þó að honum þyki gaman að segja frá, hvern
þátt hann átti í að losa Jón Sigurðsson úr fjárhags-
legri bóndabeygju. Hann kveðst þar hafa verið »bú-
inn að komast að þvi« »árið 1877«, að Jón Sigurðs-
son væri »stórskuldugur«. »Hann hafði lánað 12000
kr. hjá Powell í Englandi, eða fengið þær fyrirfram,
lil þess að skrifa sögu íslands fyrir Powell«. — —
»Hins vegar hafði Jón til tryggingar veðsett Powell
allar bækur sínar og handrit«, bætir Tryggvi við
(»Tíminn« II. ár 1918, 45. bl.).
Þeim Indriða og Tryggva ber því heldur illa sam-
an um fjárhæðina, er Jón fékk að láni hjá Powell,
þar sem Tryggvi gerir hana 12 þús, kr., en Indriði
27 þús. kr. Af frásögn Indriða er svo að sjá, sem
handrita- og bókasafn forseta hafi í raun réttri ekki
verið veðsett, en Tryggvi fullyrðir gagnstætt um það.
Mig hefir stundum furðað á, hversu lítill gaumur
hefir gefinn verið þessum frásögnum af afreki Eiríks.
Það ætti samt ekki að koma neinum óvænt, að
margt einkennilegt og merkilegt í framkomu manna
og ráðum sé skoðað í þeirri skimu almannasljóleiks,
er enginn stærðar munur né lita sést í. En ef Jón
Sigurðsson er einhver allra mesti verðleikamaður ís-
lenzkrar sögu, eins og vera mun alþjóðarmál, er
auðsætt, að sá ætti ekki að liggja óbættur hjá garði,
er dugði honum bezt, er mest lá við. Vinátta Eiríks
Magnússonar við Jón Sigurðsson er áreiðanlega þess
verð, að hún sé að nokkru rannsökuð.