Andvari - 01.01.1920, Side 158
118 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni |Andvari.
Benedikt kaupm. Þórarinsson vísaði á leiðina, er
hann kvað skilríki finnast í bréfum Jóns fyrir hjálp
Eiríks. En í þeim bréfum Jóns, er prentuð eru í
Minningarriti Jóns Sigurðssonar 1911, hefi eg ekki
rekizt á neitt um þessa fjárhjálp Eiríks. Því miður
finnast engin bréf frá Jóni til hans í því bréfasafni.
Þar er Eiríkur, að eg held, ekki nefndur nema tvisv-
ar, og í öðru sambandi. Jóni hefir leikið hugur á
því 1869 að koma honum á þing og vonað, að hann
ynni þar gagn, ef hann kæmist þangað1).
En svo ber vel í veiði, að óglötuð eru mörg bréf Eiríks
til Jóns Sigurðssonar og geymd hér í söfnum2). Má
á þeim margt og margháttað græða. Þar má fræðast
um fjárhagslega liðveizlu Eiríks við févana og féþurfa
þjóðhöfðingja vorn og stórmenni. Eg ætla að sýna
lesöndum Andvara, hvað Eiríkur skrifar Jóni um
það efni. Eg lofa þeim um leið að sjá fáeina aðra
kafla úr bréfum hans til forseta, er mér virðast að
einhverju leyti merkilegir eða skemtun að og skrif-
aðir eru, meðan hann stóð í braski og fjárbænum
suður í löndum fyrir goð sitt og lávarð í landsmál-
um.
Gömul bréf heilla. »SáIir framliðinna búa í bók-
unum«, segir Jóhann Sigurjónsson í Galdra-Lofti.
Hvergi lifa þær slíku lífi sem í einlægum vinarbréf-
um, þar sem bréfritarar koma ekki fyrir hugskots-
sjónir vorar í dulargervi, sem skáldum er títt í söng-
um og sögum, tæpa ekki á leyndarmálum sinum,
eins og feimnir menn, tala ekki í »skuggsjá og ráð-
gátu« um það, sem í brjósti býr, heldur beint og bert.
Slík bréf eru molar úr molóttu lífi menskra manna,
áreiðanlegustu kaflar úr æfisögu þeirra, einatt bezta
1) Minningarrit, bls. 476 2) Flest i J. S. 141 fol.; liin i Pjóðskjalasafninu.