Andvari - 01.01.1920, Side 159
Andvari.i Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 119
lýsing á félögum þeirra, samtíð og menning. Bréf eru
jafnfjölbreytt og hvert öðru ólík, sem höfundar þeirra,
misgöfug í eðli sem vér mannanna börn. Það er
ekki ætíð æðsta forvitni vor, sem þau seðja. Smá-
vægileg eru þau, sum leyndarmálin, sem vér kom-
umst á snoðir um í þeim, og fæstir samtíðarmenn
bréfvinanna rendu, ef til vill, minsta grun í. Sum bréf
eru full af kjafthætti, er varlega má taka mark á.
En til eru í söfnum vorum bréf, bæði frá nafnkunn-
um og ónafnkunnum höfundum, sem vekja í oss á
stundum gljúpari samhrygð en sumir heimsfrægir
harmleikar og áhrifamiklar sorgarathafnir, frá há-
öldruðum og blindum konum, feðrum harmandi við
líkfjalir barna sinna, íslenzkum vísindamanni, elli-
móðum og svefnlitlum, með sorgir á baki og gröf-
ina fram undan, einmana í erlendri stórborg. Ósjald-
an mun betra að Iesa sendibréfin sjálf með hendi
bréfritara heldur en sjá þau á prenti. Það fylgir því
stundum sérstakur hugblær að skoða rithönd látinna
manna og handleika bréfin, er þeir grúfðu sig yfir,
hver við sitt skrifborð. Það er sem sjálf rithöndin
kippi oss nær höfundinum en prentletrið. Þarna sjá-
um vér þau svörtu skrifuð á hvítan bréfmiðann,
hversdagssannindin gömlu, er vér sjaldnast gefum
oss tóm til að hugleiða í önnum og glymjanda lífs-
ins, að á undan oss hafa lifað menn, þeir er lífið
hló við á æskuskeiði, skemtu sér með fögrum kon-
um, iðkuðu mentir og djúpsettar hugsanir með skiln-
inggjörnum hug, höfðu göfugborinn áhuga á fram-
förum ættjarðar sinnar, er þá dreymdi um, og þeir
trúðu á. Allir eru þeir horfnir sjónum vorum, finn-
ast ekki, þótt leitað sé um alla vora víðu jörð. Öll-
um er þeim sópað burt með sama vendi, eins auð-