Andvari - 01.01.1920, Page 160
120 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni Andvari].
veldlega og ryki af gólfi eða gangstétt. Með sama
sófli verða sjáanleg fótspor vor sópuð af gólfum
lífsins. Þar kemur, ef til vill, um síðir, að ekki
sjást önnur verksummerki vor en einhver bréfmiðinn,
er vitrari menn rýna í en bréflesendur og fræðimenn
vorra daga. Ýmsu getur bréfmiðinn komið upp um
oss, góðu eður illu, enginn veit hverju, en allir
óskum vér þar undir niðri hins sama.
Eiríkur Magnússon er án efa einhver hinn allra
fjörugasti bréfritari, er þjóð vor átti á dögum hans.
Bréf hans bera merki þess, að þau eru ekki spörkuð
i dauðans ofboði, er póstar eru á förum. Hann slcrif-
ar stórfagra rithönd, enda segir Guðmundur skáld
Magnusson (í »Óðni« 1908, 11. blað), að hann hafi
»þá einstöku reglu, að skrifa jafnan hvern staf svo,
að ekki sé unt að mislesa hann«. Honura virðist
unun að skrifa bréf. Hann sleppir sér í þeim, ef
þannig má orða það, að hann slakar þar mjög á
taumhaldi við skap sitt, tálgar ekki utan af því, sem
honum býr í huga. Hann hafði í samræðum verið
manna fjörugastur, menn þyrpzt utan um hann og
hlýtt á mál hans. Það er sama andlega fjörið, sem
gerir hann að hinum snjallasta bréfritara. Hvað eru
bréfaskifti nema skriflegar viðræður? Hann þurfti
því meir að segja löndum sínum frá skoðunum sín-
um skriflega, er hann átti þess örsjaldan kost munn-
lega. En andi hans virðist njóta sín bezt í bréfum,
vera þar léttastur á sér. Bréf hans eru samin í lík-
um móð og flest, sem snjalt er ritað. Grunur leikur
mér á, að sá aflaði sér ekki vinsælda, er birti í heilu
lagi öll bréf hans, er varðveitt eru í söfnum vorum
(til Jóns Sigurðssonar og Steingríms Thorsteinssonar
o. fl.). Hann er maður tannhvass, og ósmá er lítils-