Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 161
Andvari]. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 121
virðing hans á þeim, sem honum er eigi um gefið.
Það gildir í því efni einu, hver í hlut á, skörungar
eða vanskörungar, »yfirmenn« eða »undirgefnir«.
Hann hleypir á hvað sem fyrir verður, enda reyud-
ist hann háskamaður í ritdeilum. Þungyrtari er hann
en hvað hann er skopyrtur, eins og flestir íslending-
ingar. Allhnyttilega kemst hann stundum að orði.
Hann er »litterær dútlari«, segir hann um þjóðkunn-
an og þjóðkæran rithöfund vorn. Eg held, að nokk-
uð sé hæft í slíku um hlutaðeiganda. Ekki er því að
leyna, að við ber, að hann ritar sumt, er betur væri
óritað. En slíkt verður honum fyrirgefið sökum
áhuga hans á íslenzkum málum og órofa trúmensku
við Jón Sigurðsson, er hann æ fylgdi í stjórnmála-
deilum. Má sjá það á bréfum hans til Steingríms, að
honum hefir þótt skarð Jóns standa »autt og opið«
á þingi eftir fráfall hans. Hann skrifar Steingrími
14. jan. 1885: »Er það og athugandi, að þingmenn
hafa engan flokksforingja haft, siðan Jón leið Sig-
urðsson. Enginn er á þingi, sem þeir þora að eiga
undir að fylgja; enginn stefnir beint og enginn hefir
gáfu til að halda saman lausbeizluðum, sannfæring-
arlausum ráfum«. Síðan nefnir hann í röð nokkra
mestu atkvæðamenn þingsins og finnur sitt að hverj-
um, lízt einna bezt á Benedikt Sveinsson, en þykir
hann þó gallaður.
Fyrsta bréf, sem eg hefi fundið frá Eiríki til Jóns,
er dagsett í Reykjavík 12. okt. 1858. í*á stundaði
hann nám á prestaskólanum. Fað hljóðar svo: