Andvari - 01.01.1920, Síða 162
122 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
Háttvirti herra!
Presturinn, síra B(enedikt) Eiriksson1) að Guttormshaga
i Holtum, hefir beðið mig að skrifa yður fyrir sína hönd
og biðja yður að útvega sér, ef unt er, »máldaga fyrir
jörðinni Haukafelli í Hornafirði með Iandamerltjum milli
aöliggjandi jarða, sér í lagi Rauðabergs og pá líka Holta
og Holtasels«. Ennfremur »máldaga með landamerkjum Gutt-
ormshaga og Saurbæjar«. Til stuðnings við þetta síðara
landamerkjabréf lætur hann meðfylgjandi blað fylgja. —
Fyrir pað ómak, er petta kynni að kosta yður, biður hann
mig að skila til yðar að gefa sér reikning, og kveðst hann
skulu borga pað, eins og pér áskiljið. Fáist pessir máldag-
ar, getið pér sent mér pá og skal eg koma peim til skila.
Fyrirgefið flýtinn! yðar
Eiríki Magnússyni.
Eg set bréf þetta hér til þess að þeir, er ókunn-
ugir eru hinu mikla bréfasafni Jóns Sigurðssonar,
fái örlítið sýnishorn þess, hve margs hann hefir ver-
ið beðinn héðan að heiman. Bréfasafn hans nægir
til að koma mönnum í skilning um, hvílík krafta-
kempa hann var.
Nú líða nærri fjögur ár, unz Eiríkur skrifar Jóni aftur,
nema ef týnzt hafa þau bréf frá honum til forseta.
Næsta bréf hans til Jóns er svolátandi:
Reykjavík 29. apríl 1862.
Háttvirti elskulegi herra!
Yðar velviljaða bréf með póstskipinu frá 14. p. m. fæ
eg yður ekki fullpakkað, og hefi eg ásett mér að nýta mér
sem bezt ráð yðar og heilræði i pví. Eg hefi nú skrifað
G(rimi) Thomsen og beðið hann liðsyrða um atvinnu
pessa, en hann á, eins og von er, ómögulegt að gefa mér
meðmæli, pví hann pekkir mig að engu, tæpast að nafni.
En sjái hann sér fært, að mæla með mér á einn eða ann-
Séra Benedikt Eiríksson (dáinn 1903, ‘.6 ára gamall), var móðurbróöir
Eiriks Magnússonar og bróðir Stefáns Eirikssonar 'í Árnanesi, er lengi
var þingmaður Austur-Skaftfeilinga.