Andvari - 01.01.1920, Side 163
Andvaril. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 123
an hátt, pá tek eg pví með mestu pðkkum.— Fús er eg til
að verða agent Bókmentafélagsins i London; og eru nú að
öllum líkum upprunnir nýir tímar fyrir útbreiðslu islenzkra
bókmenta par í landi, með útgáfu Dasents á Njálupýð-
ingunni'). Eg mun láta yður vita, pegar eg treystist til að
byrja á að koma nokkru til leiðar fyrir félagið, en pað
get eg ekki, fyr en eg sé hverju fram vindur með hagi
mína par, og mun eg pá hið bráðasta skrifa yður.
Ef yður skyldi pykja nauðsyn til bera að skrifa mér
nokkuð pessu viðvíkjandi, áður en eg fer héðan, sem
verður með næstu póstferð, pá gjörið pér máske svo vel
að skrifa mér með skipinu aftur. Kveð eg yður svo með
pakklæti og virðingu, yðar sk.b.
E. Magnússon.
Mér þykir eftirtektarvert, að Jón biður Eirík að
hugsa til Bókmentafélagsins, óðara og hann heyrir
ávæning af fyrirhugaðri Englandsför hans. Bréf Jóns
sýna víða, »að hann sat sig ekki úr færi að hvetja
vini sína, bæði innanlands og utan, til að styrkja
Bókmentafélagið1 2). En elcki er ólíklegt, að meira hafi
búið undir þessari bón til Eiríks fyrir félagsins hönd
en vanalega, og honum hafa þá þegar verið flogið í
hug um þenna unga prestaskólakandídat, að þar væri
maðurinn, er leyst gæti sig úr þungri þraut með
brezku gulli.
Eiríkur fór utan skömmu síðar (1862), sem ráð
var fyrir gert, og ílentist í Englandi, sem kunnugt er.
Næsta bréf, sem eg hefi fundið frá Eiríki lil Jóns,
er dagsett í ágúst 1864, í Vichy. Kveðst hann búa
þar hjá manni, »er Paufler heitir, og er doktor í
heimspeki eins og aðrir Þjóðverjar« og lýsir með
nákvæmni og fjöri lífinu í þessum bæ. Eílaust hafa
1) Pýðing Dasents á Njálu kom út árið áður og var i öllu lagi liin
vandaðasta (Sjá um þetta fróðlega grein i »Skirni« 1919, eftir Halldór
Hcrmannsson).
2) Björn M. Ólsen : »Jón Sigurðsson og Bókm.fél.«. »Skirnir« 1911, bls. 258*