Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 164
124 Frá Eiriki Magnússyní og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
þeim Eiríki og Jóni farið ýms bréf á milli siðan
1862, er hann skrifaði Jóni úr Reykjavík, þótt þau
séu nú að líkindum týnd. Siðan kemur annað langt
bréf frá Eiríki til Jóns, ritað í París. Er hann þá
alveg nýkominn til hinnar miklu og fögru borgar,
og sést þar bezt, hvílíkt yndi honum er að bréfa-
skriftum. Þykir hinum unga og móðuga guðfræði-
kandídati, úr fásinninu utan af íslandi, að vonum
margt að sjá og skoða, er hann lítur í fyrsta sinni
öll undur og allan unað Parisar, listaverkin, garð-
ana, stórhýsin, göturnar, breiðar og fríðar, og konur
glæstar og skrautbúnar. Hann er samt ekki eintóm
aðdáun að öllu, er fyrir hann ber, og færirstundum
að Frökkum. Á einum stað kemst hann þannig að
orði: »Þegar komið er framhjá höll þessari (o: Iðn-
aðarhöllinni), opnast gata ein, sem nefnd er Avenue
des Champs Elysées, þar sem er opt fjölment, þegar
gott er veður, og er óvíða í Parísarborg jafn fjöl-
skipað á skemtigangnastöðum, heldur en (sic!) hér,
einkum á sunnudögum, þegar búðarlokur og mang-
aralýðurinn á frí. Tignar frúr í kniplingum og silki
og hvergelmisvíðum crinolínum líða hér áfram í
tign mannlegrar ösku innanum eldabuskur og ösku-
buskur; hér má sjá í ynnilegasta bróðerni gangandi
hertoga og Marechalls, innan um reykháfasmugur, sem
allra manna mest skreyta sig á sunnudögum til að bæta
upp það, sem brestur á frágang fatnaðar þeirra rúm-
helgu dagana. Silki og boldang, flauel ogsirts, cashmere-
sjöl og margþvegnir baðmullarleppar, alt syndir áfram
og aftur á bak og alt er státið og drjúgtyfir sjálfu sér; því
Frakkar kunna allra manna beztaðgjörasér gottaflitlu.
Þetta eru svoddan börn. Ef þeir aðeins gætu altaf
verið góð börn, þá væri ekkert á móti barnabégóma