Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 165
Andvarij. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni 125
þeirra. Eg hafði gaman af undirforingja úr sjóliðinu,
sem eg mætti hér. Hann hafði fengið kross heiðurs-
fylkingarinnar og margar medalíur, sem hann hafði
allar hangandi á brjóstinu. Hann hafði augun svo
föst á þessu glingri, að hann var viss að reka sig á
einhvern við annað hvert fet, sem hann sté. Hann
var sannur Franskmaður, í hvers brjósti mikil for-
dild og hégómadýrð var fundin«.
Nokkru síðar segist hann fara til krypplinganna í
»Hotel des Invalides« og lýsir þannig því, sem þar ber
fyrir augu: »Þó það sé merkilegt, er það þó harðla
óþægilegt að horfa á þenna hækjusöfnuð »autoriser-
aðra« manndrápara, sem ríkið hefir tekið að sér að
ala, eftir að þeir eru orðnir óhæfir til að slátra ná-
ungum sínum. Nú eru þessir öldruðu menn, þessir
visnuðu freðstönglar, að berjast við aumt og ilt líf.
Dauðinn hefir löngu helgað sér þá og ritað á þá
heimildarrúnir sínar með kúlum og byssustingjum og
sverðseggjum fjandmanna þeirra. Af allri hinni miklu
heimsku, sem þessi heimur stynur undir, er þó
engin eins colossal eins og hermanna og styrjalda
heimskan. Konungarnir launa afreksverk inanndrápara
sinna með krossum. Prestarnir, sem annars vegar
þykjast vera þjónar hins æðsta guðs og erindisrekar
hins mikla friðarboða, sem prédika um krislilegan
kærleika, og um þann frið, er yfirgangi allan
mannlegan skilning, sem ekkert hafa að gjöra og
ekkert eiga að gjöra nema efla frið og kristilega ein-
drægni á jörðunni, þeir fyrirverða sig ekki fyrir að
marshera í hinum heilaga friðarskrúða upp í pont-
una og hamra og lemja inn í sauðkindur sinar hina
djúpu vitleysu, er þeir klæða í þenna fagra búning:
»Bræður mínir i Christo, hver frægð er sem sú að