Andvari - 01.01.1920, Side 166
126 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
deyja dauða hetjunnar á heiðursvelli bardagans,
sem háður er fyrir fósturjörð vora«, og heiðurstil-
finning bræðranna fer í loga. — — — Það er ekki
við góðu að búast í þessu efni, meðan stjórnendur og
prestar eru vitleysum og heimsku heimsins eins háðir
og þeir eru nú. — — Nú sem stendur hvílir engin
bölvun jafn þungt á þessari jörðu, sem annars hefir
nóg af smábölvunum, eins og hermannaokið. Meir
en helmingur af tekjum þjóðanna gengur í þessar
óþörfu þaríir, þegar friður er, en á stríðstímum er
óþarfi að segja hvernig fer, það vita allir. — En
ekki dugir þetta. í*ó eg standi á þönum og skammi
heiminn fyrir heimsku, þá mun hinn marghöfðaði
þursi þjösnast sem fyr áfram i sinni eigin vizku og
hlæja að mér fyrir prédikunina. En hann er nú eins
heimskur samt fyrir það«.
Það sést á þessu, að bréfritaranum er ekki Htið
niðri fyrir. Honum fer ekki, sem mörgum land-
anum, er utan fer: Hann kastar sér ekki á grúfu til
jarðar af lotningu fyrir öllum líkneskjum, er á leið
lians verða.
Eiríkur virðist hafa byrjað á bréfi þessu sama
daginn sem hann kom til Parísar, og er þá heldur
illa til reika eftir hálfgerða andvökunótt í járnbraut-
arlest, er liann segir frá í upphafi. Mælskan, fjörið
og skýrleiki lýsingar eru þar söm við sig. Bréfið
byrjar svo:
»Ástkæri vinur!
Pegar eg var að fara af stað frá Vicliy um daginn, lofaði
eg yður að senda yður línur frá Parísarborg. Eg get ekki
farið að lýsa fyrir yöur nóttunni, setn eg var á íerðinni
frá Vichy, þvi eg heli Irá engu að segja nenta náttmyrkri.
Yður mundi þykja lítið til koma, þó eg færi að lýsa hrjót-
andi istrumögum, dottandi frúm, dreymandi maddömum