Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 168
128 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni [Andvari.
Staddr í Kiel1).
Ástkæri vinur!
Pá er nú hér komið. Ferðin hingað gekk mætavel. Kon-
an mín var alfrísk alla leið, og pað var okkur bæði nýtt
og Ijúft. Sjórinn var kyrr eins og stöðutjörn allan veginn
og mændi leiður á strendur Danmerkur, lágar og sviplitlar,
Mig furðar það ekki nú, þótt Bjarni Thorarensen Iíkti Sjá-
landi við augnalausa og nefflrta ásýnd; því landið er sann-
arlega því líkast, og öll sú illusion, sem eg hafði um
svip þess frá sjónum, varð nú alveg að engu, þegar eg kom
H Krv út fyrir Príkrýni (Tre /Hjö/-ner), þá hvarf landið á hak aft-
ur í hvoft Ægis eins og pönnukaka myndi hverfa i munn
fr.......eftir langan sult; og þegar menn eru komnir svo
sem svarar steinsnari frá ströndinni, þá er eins og menn sé
komnir í reginhaf. Pað er alt annað að horfa til lands fram
undan Mýrdalsjökli og Eyjafjöllum. Par er land, sem þorir að
líta upp og hleypur ekki i sjóinn þegar, er komið er manns-
lengd frá fjörunni. Mér þykir nú vænt að vera kominn
frá þessu lágvaxna landi, og geta farið að snúa mér öllum
að okkar málum. En það verður þó varla, fyr en eg kem
til Paris og get farið að hleypa upp að nýju loga fjörs og
frægðarvonar í brjósti kunningja okkar.2 3 * *) Eg bý hér hjá
okkar ágæta vini Thd. Möbiusi8), sem heflr tekið við mér
eins og faðir við syni, og hjá honum er eg að mestu eins
frjáls og hjá yður, nema hvað eg liefl ekki harðan fisk að
snæða á kvöldin. Hér er alt fult af prússneskum hermönn-
um, og enginn má sitja eður standa öðru vísi en byssustingja
lögmáli þeirra þóknast.
1) Bréfið er ódagsett og óársett, en auðséð er áefniþess, aðþað er skrif-
að snemma á ári 1865, nokkru áður en Jón Sigurðsson lieldur heim
til þings.
2) Hér er auðvitað áttviðþann, er Jóni léði féð og síðar verður nefndur.
Eirikur hefir, sem bréfið sýnir, búið lijá Jóni, er hann dvaldist i Kaup-
mannahöfn, sem hann er nýkominu frá, er brétið er ritað. En auðséð er
á þessum orðum, að Jón liefir leitað liófanna lijá Eiríki, áður en liann
kom til Hafnar í þetta sinn, og Eirikur þá verið f'arinn á stúfana fyrir
forseta og veriö vongóður um árangur. 1863—66 lerðaðist Eirikur um
ýms lönd Norðurálfu og kom i þeim leiðangri til Danmerkur,
3) Thcodor Möbius (1821—1896) var Pjóðverji, prófessor i norrænni
málfræði við liáskólann i Kiel, gaf út ýms fornrit vor með þýzkri ná-
kvæmni og smásmygli.