Andvari - 01.01.1920, Blaðsíða 169
Andvarij. Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurössyni 129
Eg er í dálitlum vafa með Próf. Pétursson (o: Pétur
biskup). Hann heflr aöstoöað mig þar nyrðra og lagt út
fyrir mig 47 rdl. og rykkar mig með postullegri mannelsku
um pá. Má eg nú ekki enn þá reyna á þolrif yðar og biðja
yður svo vel gera að borga honum þetta fyrir mig. Pað
skal verða komið til Hafnar ásamt 45 rd. Matthiasar, áður
en þér komið í haust.
Eg vona að heyra frá yður með næsta skipi og vona
meira að segja að heyra alt gott. Peir eru reyndar að spá
róstusömu þingi, og sumir eru að tala um, að Jón Guð-
mundsson sé rangt kosinn. Jón Pétursson er þó beztur.
Hann segir mér, að það sé sannfæring sín, að Sveinbjörns
kosiiing sé »lögmæt«, en Jóns »röng«. Mikil a...........
sannfæring! Guð náði oss auma.----------— Pér eigið sæl-
una fyrir höndum að lenda i andskotans súpunni þarna
heima í sumar. Guð veri með yður og veiti yður fulltingi
til að sigrast«. — — — —
Næst skrifar Eiríkur Jóni ur París 15. júlí s. á.
(1865) og heíir þá, sem sjá má, fengið bréf frá for-
seta, — dagsett í Reykjavík 5. júlí, þar sem hann heflr
sagt honum þingfréttir og eflaust margt, er bruggað
var og stungið saman nefjum um að tjaldabaki. Er
það mikill skaði, ef bréf Jóns til Eiríks koma aldrei
í leitirnar, því að ekki er ólíklegt, að hann hafi í
þeim trúað honum fyrir ýmsu, er var hvorki þá né
verið hefir nokkru sinni síðar á almannavitorði.
Gaman er að sjá, hve bréf gátu þá verið fljót á leið-
inni frá Reykjavik til Parísar. Hér koma kaflar úr
þessu bréfi, sem er langt og fjörugt og ritað í móð
þeim, er Eiríkur var gæddur:
»Ástkæri vinur.
Ef eg færi að lýsa fyrir yður, livað egvarglaður, þegar
eg var búinn að lesa til enda pistilinn yðar frá 5. júlí, þá
Andvari XLV. 9