Andvari - 01.01.1920, Qupperneq 170
130 Frá Eiriki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni lAndvari.
er eg viss um, að þér munduð hlæja að mér, og það ekki
lítið. Bréfið fékk mér þeirrar gleði, sem fá bréf hafa gjört
hingað til. — Serenaden; það var nú eins og það átti að
vera, fyrst menn höfðu ekki hundrað þúsund dala sjóð að
fá yður að vasa með eftir vild yðar og þörfum okkar.
Matthiasi hefir tekizt vel í kvæðinu og fimlega1 2 3)- Um for-
setakosninguna fór að sköpum. Það er rétt af þinginu að
reka sjálfu sér utanundir annað árið fyrir afglöp sin hið
fyrra árið'). Verið þér blessaðir fyrir þann þátt, sem þér
áttuð að því að reka Jakobsen úta). — — — Hvar er Arn-
ljótur nú?--------Eg fékk bréf frá Jóni Péturssyni og hýlaði
hann þar í mikið yfir, að Jakobsen skyldi verða ger ræk-
ur^ af þingi. Eg hefi drepið á vælukjóann, svo eg held
hann æi á eftir. Hann er annars að örvænta um, að hann
fái haldið úti blaðinu4) eitt árið enn þá með þeim félögum
sínum. Fyrir það heíi eg líka skrafað skorinort við hann
og ráðlagt lionum að gjörast hreinn oppositionsmaður, svo
landar hans skilji hann, eða fái blaðið öðrum til útgáfu,
er meira vildi leggja í sölurnar fyrir það. Annars er alt
þeirra blaðastarf, þrimenninganna, ekkert annað en stefnu-
laust humbug, og eg er hálfvegis á því, að þeirra pólitík sé
1) Pá er Jón Sigurðsson kom til alþingis 1865, liaíði liann ekki komið
til íslands siðan 1859. Mun þvi valdið hafa mötblástur gegn honum i
kláðamálinu. Gengu þá ungir mentamenn, presta- lækna- og latinuskóla-
nemar í flolcki til lians, þar er hann bjó, og tjáðu lionum fögnuö þeirra,.
er hann væri lieim kominn. Flutti stud. theol. Gunnar Gunnars-
son, siðar prestur, bróðir Tryggva bankastjóra, ræðu, en Matthias orti
kvæði langt. Jón svaraði með snjallri ræðu, er hafði mikil áhrif á liina
ungu alieyrendur. Ilann talaði »eins og sá, sem vald heíir« - , >A'ald, sem
átti rót sina i þvi töframagni, sem streymdi út frá persónu hans, og i
þvi trausti, sem áheyrendurnir liöfðu á lionum, að þar fylgdi liugur
máli«. (B. M. Ólsen i »Skírni« 1911, bls. 263—264 og »Pjóðólfur« 1865,
35-36. tbl.).
2) Ilér mun átt við það, að Jón var kosinn forseti alþingis 1865, en á
alþingi 1859, er hann sat á síðustu á undan þinginu 65, haföi hann ekki
verið kjörinn forseti sökum óvinsælda lians i kláðamálinu.
3) Kosning Sveinbjarnar Jabobsens kaupmanns var ógilt þingsetning-
ingardaginn 1865 eftir langar rökræður um lögmæti liennar. Talaði Jón
Sigurðsson gegn lienni af kappi (Alþt. 1865 bls. 5—25). Með samþykt
kosningar Jabobsens töluðu einkum Jón Pétursson, Arnljólur Olafsson
og Benedikt Sveinsson.
4) Hér mun átt við blaðið »íslending«. Jón Pétursson var einn útgef-
andi lians.