Andvari - 01.01.1920, Page 172
132 Frá Eiríki Magnússyni og Jóni Sigurðssyni ]Andvari.
starfa að undirbúningi sjóðs þessa, sem má nú verða á
margan hátt. Ef oss skyldi heppnast að ná undirstöðunni,
þá væri svo gott, þegar við færum af stað að rýja geml-
ingana, að eiga hvervetna menn að i sveitunum, er verið
hefðu þögular raddir hrópenda i eyðimörku, að undirbúa
oss veg. En þess mun nú reyndar síður þurfa við, ef við
fáum nervus: því þá eru menn síður biðjandi en fremur
bjóðandi. En ijótt er það samt með oss, aö vér skulum
ekki vinnast til nokkurs áræðis i vorar eigin þarfir; engin
samtök, engin dirfð, engin fyrirhyggja, ekkert auga, er líti
upp og fram í ókomna tíð, ekkert fjör, engin fórn, — ekk-
ert af þessu fæst hjá oss, fyr en einstakir menn eru búnir
að slíta sér út í þjónustunni — og kanske aldrei. En það
gjörir svo mikið hjá oss, að blöðin eru slíkir galdragarm-
ar sem þau eru. oPjóðólfurtf gjörir ekkert, sem verða má lil
þess að draga atliygli alþýðu frá Jóni halta. »íslendingur«
liggur dauður úr öllum æðum og »Norðri« — biðjum guð
fyrir oss. Pað er nú ekki gaman að starfa hjá þessari þjóð,
þar sem enginn fær öðrum treyst. Allir bera skitinn á tán-
um og fyrir þrjú mörk verður náunginn öfundaður og
óþokkaður af hinum piltunum. Petta er bölvaður peupull
og þarf að liýðast svipu harðstjórnarinnar, ef vel væri.
Af mér er ekki annað að segja en alt bærilegt. Eg hefi
sezt að hér hjá góðu fólki og bý nærri því út undir bois
du Boulogne og bý fallega og kostar þó húsnæði og kost-
ur að eins 300 frc. nm mánuðinn fyrir okkur bæði. En
ekki veit eg nú, hvað eg kann að verða fastur hér.
Vinur vor hefir talað utan að því að bjóða mér niður til
sín í Wales, ef faðir sinn yrði svo heill á sálunni, að það
væri ekki drep góðra gesta að sjá og heyra til hans. Hann
talar mikið um, hvað hann brenni eftir að koma Sögunni
sem fyrst út í heiminn, og það er nú ágætt, að hann liefir
huga á því, meðan karlinn situr með allan auðinn, svo
Georg nær engu úr höndum honum. Vinur okkar er nú
að braska það (sic!) niðurfrá eitlhvað í því að fá Ián til
að borga út allar skuldir delirantsins1) móti veði í jörð-
1) Eflaust faðir Powells.